Siðferðisbrot og kristinn mannskilningur
Útdráttur
Siðferðisbrot á kirkjulegum vettvangi er aflvaki þessarar greinar sem hverfist um mann-eskjuna og kristinn skilning á henni. Tvennt er einkum í brennidepli umfjöllunarinnar: siðferðisbrot og kristinn mannskilningur. Til að skilja hvað felst í siðferðisbroti þarf að velta fyrir sér eðli siðferðisins og eru því í skyni eru gaumgæfð nokkur mikilvæg hugtök sið-fræðinnar, s.s. virðingin fyrir manneskjunni, sjálfræði og mannhelgi. Niðurstaða umfjöllun-arinnar um siðferðið er að sjálfræði og mannhelgi sé megingildi mannlegrar tilveru og það sem marki siðferðilega stöðu manneskjunnar. Til að virða þessi gildi þurfum við oft að halda okkur í vissri fjarlægð frá fólki og gæta þess fara ekki yfir persónuleg mörk viðkomandi. Þegar við aftur á móti gerum það, brjótum við siðferðilega á því, en ekki aðeins á viðkom-andi manneskju, heldur gegn samfélaginu líka.
Í síðari hlutanum er lögð áhersla á gildi biblíulegs og kristins mannskilnings sem grundvöll afstöðu og aðgerða kirkjunnar þegar um siðferðisbrot starfsfólks hennar er að ræða. Kjarna-hugmynd mannhelginnar í guðfræðilegu samhengi hverfist um guðsmyndina, þ.e. að maður-inn hafi einstaka hæfileika til að bera, s.s. sjálfsvitund og ábyrgð. Samkvæmt kristnum trúar-skilningi samanstendur kristinn söfnuður af syndugu fólki en jafnframt fólki sem Guð fyrir-gefur allar syndir. Kirkjan er söfnuður hinna heilögu og réttlættu, samtímis því sem hún er syndug og breysk. Þessi spenna í kristnum mannskilningi er mikilvæg. Við erum ekki full-komnar verur en megum þrátt fyrir það trúa því að við séum Guðs börn. Guð fyrirgefur syndir en við verðum jafnframt að játa brot okkar og iðrast. Fyrirgefning Guðs veitist ekki nema að undangenginni iðrun.
Abstract
Moral violation within the Christian church is the drive behind this article which deals with the Christian understanding of the human being. There are two main areas of focus: moral violation and the Christian view of the human being. In order to understand what constitutes a moral violation, one must consider the nature of morality, and some essential concepts of ethics, e.g. respect for the person, autonomy, and human dignity. The conclusion of the discussion of the nature of morality is that autonomy and human dignity are essential values when it comes to human existence, and indicators of the moral constitution of a human being. To acknowledge these values, we need to keep a certain distance from people, and to make sure not to transcend their personal boundaries. If we don’t, we violate them morally, and not only the person in question, but society as well.
The second section of the article emphasizes the value of biblical and Christian
understanding of the human being for the Church´s responses, including actions, when its personnel transcends personal boundaries. The core idea of human dignity within a theological context concerns the human being as the image of God, referring to his/hers unique capabilities, such as self-awareness and responsibility. According to a Christian understanding, the members of the church consists of sinful people, whose sins God has forgiven. The church is the gathering of saints and justified persons, who are, at the same time, sinful and wicked. This tension is an important part of Christian understanding of human beings, stressing the fact that we are not perfect beings, but nevertheless, we may believe that we are God’s children. Forgiveness is a gift which God offers, but first we must be willing to confess our sins and repent, because only after repenting can we be forgiven.