„Vér nálægjumst guði“. Um sögnina nálægjast með þágufallsandlagi
Útdráttur
Í greininni er fjallað um sögnina nálægjast. Sem áhrifssögn tekur hún langoftast með sér þolfallsandlag. Dæmi eru þó um andlag í þágufalli sem er þá yfirleitt merkingarlega skilyrt enda vísar það þá til hins guðlega valds. Sögnin er því sem næst horfin úr málinu enda hefur samheiti hennar, sögnin nálgast, leyst hana af hólmi.
Meðal elstu dæma um nálægjast með þágufallsandlagi er í Hebreabréfinu 7:19 í þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu. Ritningargreinin var skoðuð í öðrum útgáfum. Þágufallsandlag er að finna í útgáfunum 1584 og 1813. Í öðrum útgáfum þar sem sögnin er notuð er andlagið hins vegar í þolfalli. Þess ber líka að geta að í útgáfunum 1841 og 1859 er st-lausa formið nálægja (+þf./þgf.) notað. Komi sögnin nálgast í stað nálægjast er andlagið sömuleiðis ávallt í þolfalli. Elsta dæmið um nálgast er frá 1866; það er í útgáfunum frá 1912 og 1981 en ekki í útgáfunni 1908. Í Biblíu tuttugustu og fyrstu aldar er ritningargreinin öðru-vísi orðuð.
Í greininni er rætt frekar um einkenni þágufallsandlagsins með nálægjast. Það er einnig skoðað í ljósi annarra þágufallsandlaga málsins. Í því sambandi má geta þess að mörg dæmi eru um að nálgast og fjarlægjast geti líka tekið með sér þágufallsandlag.
Abstract
This article deals with the verb nálægjast ‘approach’. Normally, it takes an accusative object. However, some examples of a dative object can be found. In most of the cases the meaning refers to some kind of divine power. On the other hand, there are examples, especially the younger ones, which do not show any kind of semantic hindrance. The verb is hardly used any longer. Instead, its synonym nálgast is used.
One of the oldest examples of nálægjast taking dative object is from the New Testament (1540), Hebrews 7:19. The dative case with nálægjast appears in the Guðbrand’s Bible (1584) too and, surprisingly, in the edition from 1813. Furthermore, the verb nálægjast is used in all editions until 1813 (included), also in the 1908 edition. In the edition from 1866, the verb nálgast first appears; it is also used in the edition from 1912 and 1981. In all instances, nálgast is taking an accusative object. On the other hand, the verb nálægja (+ acc/dat) appears in the 1841 and 1859 editions. In the latest edition from 2007, the verb doesn’t appear in the verse in question and the syntax is different.
The dative case with nálægjast is discussed further in order to find a reasonable explanation. In that case, it is worth mentioning that the verb fjarlægjast ‘grow more distant’, an antonym to nálægjast, and nálgast, a synonym to nálægjast, in many instances shows the same behaviour.