Kristið friðarstarf og friðarguðfræði. Kirkjur til móts við réttlátan frið!

Höfundar

  • Sólveig Anna Bóasdóttir Háskóli Íslands

Útdráttur

Nýlegt framlag Alkirkjuráðsins til friðarguðfræði kristinna kirkna er í kastljósi þessarar greinar. Greinin skiptist í tvo hluta. Í þeim fyrri er sjónum beint að átaksverkefni Alkirkju-ráðsins á árabilinu 2001–2010: Áratugur til að sigrast á ofbeldi: Kirkjur til móts við sátt og frið. Í síðari hlutanum er fjallað um afurð átaksverkefnisins en þar er átt við ritið Handbók um réttlátan frið (Just Peace Companion á frummálinu) sem Alkirkjuráðið gaf út 2012. Það nýja í þessari bók er að Alkirkjuráðið hafnar hinni aldagömlu, kristnu heimspeki- og trúarhefð þar sem stríð hefur verið réttlætt að sérstökum skilyrðum uppfylltum. Í stað þessarar hefðar kemur róttæk friðarhyggja þar sem litið er svo á að friður sé hið sanna og rétta verkefni kirknanna. Réttlæti og friður heyra þá náið saman og þess þarf að gæta í öllu starfi kirkjunnar, ekki síst meðal barna og unglinga. Friðaruppbygging og friðaruppeldi eru þar með ekki átaksverkefni heldur eilíft og sístætt verkefni kirknanna.

Abstract


A recent contribution of the World Council of Churches to the peace theology of Christian churches is highlighted in this article. The article is divided into two parts: In the former, the focus is on the campaign of the World Council of Churches in 2001–2010 named The Decade to Overcome Violence: Churches Seeking Reconciliation and Peace. The second section deals with the product of the campaign, referring to the paper Just Peace Companion, issued by the World Council of Churcher in 2012. This paper rejects the traditional doctrine of just war, which justifies warfare due to certain circumstances, replacing it with a radical peace theory which states that peace is the true and proper mission of Christian churches. Justice and peace are closely intertwined, and both must be maintained throughout the work of the churches, especially among children and adolescents. Peacebuilding and peace-education, however, are not independent campaigns but an eternal and permanent project for the churches.

Um höfund (biography)

Sólveig Anna Bóasdóttir, Háskóli Íslands

Prófessor í guðlegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

2019-12-19