Líf í fyllstu gnægð. Trúarlegt framlag Frans páfa og Walters Brueggemann til samtímaumræðu um réttlæti og almannaheill

Höfundar

  • Sólveig Anna Bóasdóttir Háskóli Íslands

Útdráttur

Í nútímalegri hugsun, þar sem trúin og öll trúarleg túlkun er staðsett á einkasviðinu, er gengið út frá þeirri forsendu að best sé að halda trú og skynsemi skýrt aðgreindri og þar af leiðandi eigi trú ekkert erindi inn í samfélagslega umræðu um réttlæti og siðferði. Ástæðurnar fyrir þeirri skoðun koma frá módernismanum þar sem trú er ýmist álitin barnaleg, óskynsamleg eða í versta falli skaðleg samfélaginu. Í þessari grein er gengið út frá síð-veraldlegri afstöðu þar sem framlag trúar til samfélagslegrar umræðu um réttlæti og siðferði sé ærið. Nýleg skrif tveggja þekktra guðfræðinga eru tekin sem dæmi um þetta en Frans páfi og Walter Bruegge-mann ávarpa mannkyn í nýlegum skrifum sínum vegna yfirstandandi heimsvanda og krefjast réttlætis og sanngirni. Frans páfi beinir spjótum sínum að manngerðum efnahagskerfum heimsins og segir þessi kerfi verða að umbreytast frá því að hverfast um stundargróða hinna útvöldu ríku til þess að varða réttlæti í samfélaginu og almannahag. Brueggemann gagnrýnir hugmyndafræði markaðshyggju, neysluhyggju og hernaðarhyggju og nýtir sér biblíulegar frásagnir til að hvetja heimsbyggðina til þess að snúa af rangri braut og feta leiðina sem liggur til lífsins, réttlætisins og náungakærleikans.

Abstract

Modern thought that situates faith and all religious interpretation in the private sphere assumes that it is best to keep religion and reason clearly separate. As a result of that, religion has little or no value in social discourse about justice and morality. The reasons for this view come from modernism, which holds religion either as a childish phenomenon, foolish, or at worst harmful to society. This article assumes a post-secular position in which the contribution of religion to social discourse on issues of justice and morality is both accepted and respected. Recent writings by two renowned theologians are taken as an example of this. Pope Francis and Walter Brueggemann address current world problems like poverty and climate change, demanding justice and fairness for the poor. Pope Francis urges that man-made economic systems of the world be transformed for the sake of humanity today and in the future. According to him these economies must meet human needs, promote human dignity, help the poor and get rid of the idolatry of money that creates a lot of suffering in the world. Brueggemann on the other hand, holds that now is an urgent time for neighborliness that will contradict our consumerism as well as our inordinate militarism. Referring to biblical narratives he holds that the most radical teaching in the Bible is that the haves are bound in neighborliness to the have-nots.

Um höfund (biography)

Sólveig Anna Bóasdóttir, Háskóli Íslands

Prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild.

Niðurhal

Útgefið

2019-09-19