Aðskilnaður ríkis og kirkju. Upphaf almennrar umræðu 1878–1915. Síðari grein

Höfundar

  • Hjalti Hugason Háskóli Íslands

Útdráttur

Með stjórnarskrá um hin sérstöku málefni Íslands frá 1874 var lokið hinu kirkjudeildarlega bundna tímabili hér á landi. Í stað evangelísks-lúthersks ríkisátrúnaðar var komið hér á þjóð-kirkjuskipan og trúfrelsi. Aðeins fjórum árum síðar hófst umræða um hvort þessi tvö trúar-pólitísku stefnumál væru samræmanleg eða hvort velja þyrfti á milli þeirra.

Í fyrri grein sem birtist í síðasta hefti þessarar ritraðar var sýnt fram á hvernig tvær stefnur í þessu efni komu fram á árunum kringum 1880. Önnur kallast hér aðskilnaðarleið. Hún var knúin áfram af mannréttindasjónarmiðum og hafði það markmið að koma á trúfrelsi í landinu sem risi undir nafni en væri ekki aðeins á pappírnum. Hin kallast löggjafarleið og byggðist á trúar- og kirkjulegum sjónarmiðum. Fylgjendur hennar vildu þróa hér sjálfstæða þjóðkirkju í áframhaldandi tengslum við ríkisvaldið.

Í þessari síðari grein er fengist við ýmsa afmarkaða þætti í aðskilnaðarumræðunni. Er þar einkum átt við fjárhagsleg tengsl ríkis og kirkju eftir aðskilnað, málefni almenningsfræðslu sem var mjög á forræði kirkjunnar fram til 1907 og síðan ýmis sjónarmið sem haldið var fram í trúarlegum málgögnum. Undir lokin er sýnt fram á hvernig komið var til móts við sjónarmið aðskilnaðarmanna með stjórnarskrárbreytingum 1915. Loks er afstaða tekin gegn þeirri túlkun að skoða beri umræður um aðskilnað ríkis og kirkju á tímabilinu sem hluta af þjóðfrelsisbaráttu Íslendinga.


Abstract


The Icelandic Constitution from 1874 constituted a national church and religious freedom in the country, instead of the former evangelical-lutheran state-religion. Only four years later discussions began about whether a national church and religious freedom were compatible or if it was necessary to choose the one or the other.
In an article published in the last number of this journal it was shown how two opposite viewpoints regarding this question had already developed by 1880. The first one, “the way of separation”, was driven by human-rights perspectives, aiming to establish real religious freedom for everybody. The other one, “the way of legislation”, was based on religious and ecclesiastic perspectives. Those who followed the second one, wanted to develop an independent national church, with ongoing relations with the state.
In this second article, particular themes of the debate on separation between church and state are analyzed, and various views on the topic expressed in religious bulletins and journals examined. The main focus will be on the financial relationship between the state and the church after separation had taken place, and the question of public education, which was the responsibility of the national church until 1907. To conclude with, it will be shown how the criticism of separatists were met by constitutional amendments in 1915. Finally,
the interpretation that discussions about separation of state and church during the period 1878–1915 should be seen as a part of the national freedom struggle of the Icelandic people is rejected.

Um höfund (biography)

Hjalti Hugason, Háskóli Íslands

Prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild.

Niðurhal

Útgefið

2019-09-19