Esterarbók Gamla testamentisins: Þýðing og fræðilegar forsendur eftir Jón Rúnar Gunnarsson

Höfundar

  • Gunnlaugur A. Jónsson Háskóli Íslands

Útdráttur

Það var gæfuspor þegar Jón R. Gunnarsson (1940–2013) var ráðinn til að koma að þýðingu Gamla testamentisins vegna nýju biblíuþýðingarinnar sem ráðist hafði verið í til að minnast kristnitökuafmælisins árið 2000. Jón var sannarlega einhver mesti tungumálamaður okkar Íslendinga á síðari árum. Hann var hins vegar hvorki biblíu- né guðfræðingur. Kom því mörgum á óvart þegar Jón Sveinbjörnsson, prófessor í nýjatestamentisfræðum, lagði til að Jón yrði fenginn til að leggja þýðendum Gamla testamentisins lið.

Um höfund (biography)

Gunnlaugur A. Jónsson, Háskóli Íslands

Prófessor

Niðurhal

Útgefið

2019-01-08