Hvernig á ég að breyta og hvers má ég vona? Um von og vonleysi í guðfræðilegri og siðfræðilegri orðræðu um loftslagsbreytingar

Höfundar

  • Sólveig Anna Bóasdóttir Háskóli Íslands

Útdráttur

Nýjasta skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna frá því í október 2018 felur í sér kröftuga hvatningu til mannkyns alls. Tíminn til að taka til verka og vinna gegn loftslags-breytingum af mannavöldum er senn úti. Stjórnmálaleiðtogar og aðrir stefnumótandi aðilar í heiminum hafa flotið sofandi að feigðarósi, hugsanlega í bjartsýni og von um að finnast myndu tæknilegar lausnir sem yrðu til þess að vinda ofan af hinu margslungna vandamáli. Það hefur ekki gerst og ákaflega ólíklegt að það muni gerast. Því verður að grípa til hnitmið-aðra, róttækra og tafarlausra aðgerða núna, segir í skýrslunni, við megum engan tíma missa.
Í fyrri hluta greinarinnar er fjallað um spár vísindamanna um framtíðina allt frá því um 1970 fram til dagsins í dag þegar hver loftslagsskýrslan á fætur annarri varpar ljósi á framtíð sem fæst okkar eru tilbúin að mæta. Í síðari hlutanum er rýnt í framlag samtíma vistguðfræð-inga sem fjallað hafa um afleiðingar loftslagsbreytinga og spurt hvað þeir hafi fram að færa í loftslagsorðræðuna nú um stundir. Er boðskapur þeirra vonarboðskapur og ef svo, hvað merkir von?


Abstract
The United Nations Intergovernmental Panel's latest report from October 2018 contains strong encouragement to all humanity. The time to act and fight climate change is running out. Politicians and other policy makers in the world have not paid enough attention to the present crisis, but in optimism hoped that technical solutions would help to overcome it. This has not happened and it is most unlikely that it ever will. Therefore, according to the 2018 IPCC report, we need to undertake targeted, radical and immediate action now; we have no time to loose.
The first part of the article discusses scientific reports and forecasts regarding the consequences of human caused climate changes, from 1970 to the present day, all of which reveal a future that few of us are eager to meet. The latter section examines the scholarly work of Christian ecotheologians who are engaged in the climate change debate. What is the significance of their contribution to the current climate change debate? Do they offer hope and, if so, what does hope mean?

Um höfund (biography)

Sólveig Anna Bóasdóttir, Háskóli Íslands

Prófessor

Niðurhal

Útgefið

2019-01-08