Tilvistartúlkun og trúarbragðafræðsla

Höfundar

  • Gunnar J. Gunnarsson University of Iceland

Útdráttur

Spurningar um tilvist og merkingu, svokallaðar tilvistarspurningar, virðast fylgja því að vera maður, þótt ljóst sé að fólk er misjafnlega upptekið af slíkum spurningum. Víða má finna dæmi um spurningar af þessum toga, svo sem í bókmenntum, myndlist, kvikmyndum og tónlist. Það bendir til þess að mörgum finnist þær knýjandi eða að minnsta kosti þess verðar að við þær sé glímt. Rannsóknir hafa sýnt að börn og ungmenni eru ekki undanskilin í þessu efni og því vaknar sú spurning að hve miklu leyti skólinn getur komið til móts við nemendur í slíkri glímu. Í greininni er sjónum beint að rannsóknum á tilvistarspurningum og tilvistar-túlkun barna og unglinga hér á landi og í nágrannalöndunum og hugað að því með hvaða hætti slík viðfangsefni koma við sögu í aðalnámskrá grunnskóla og eigi heima í skólastarfi. Athyglinni verður sérstaklega beint að trúarbragðafræðslu í skólum og þeim nálgunum sem þar er beitt. Um leið er hugað að því hvernig hún getur stutt nemendur í að vinna með reynslu sína og tilvistartúlkun, ásamt því að efla færni þeirra í að skilja reynslu og tilvistar-túlkun annarra.

Abstract
Existential questions and the quest for meaning seems to be a part of human life, although it varies how much people are occupied with such questions. There are many examples of questions of this kind, such as in literature, art, film and music. It suggests that many people find it important to deal with them. Studies have shown that children and young people are not excluded in this regard, and therefore the question arises to what extent the school can help pupils to deal with such questions. In the article the focus is on research on children’s and young people’s existential questions and life interpretation, both in Iceland and in the neighbor countries, and also on the question whether it is assumed in the National Curriculum Guide that these topics are discussed. Special attention is paid to religious education in schools, what approaches are suitable there, and how it can support pupils to work with their experience and life interpretation, as well as to enhance their skills in understanding the experiences and life interpretation of others.

Um höfund (biography)

Gunnar J. Gunnarsson, University of Iceland

Prófessor í trúarbragðafræði og trúarbragðakennslu við Menntavísindasvið.

Niðurhal

Útgefið

2017-08-21