Eyðilegging og heilagleiki náttúrunnar. Umhverfisguðfræði Elizabeth A. Johnson í samtali við Lynn White Jr. og Charles Darwin

Höfundar

  • Sólveig Anna Bóasdóttir Háskóli Íslands

Útdráttur

Kenning Lynns White Jr. (birt í Science 1967) um trúarlegar rætur vistkreppunnar í hinum vestræna heimi hefur mótað skrif kristinna guðfræðinga um umhverfismál allar götur síðan hún birtist. Margir guðfræðingar hafa tekið undir með White og gagnrýnt mannmiðlægni og stigveldishugsun í kristnum túlkunum á sambandi manns, Guðs og náttúru. Í þessari grein er sjónum beint að uppgjöri Elizabeth A. Johnson við arfleifð Whites þar sem hún teflir guðfræðinni fram sem samherja náttúruvísinda í baráttunni fyrir því að leysa erfið og flókin umhverfisvandamál sem við blasa nú um stundir. Johnson styður kenningu Charles Darwins um djúpstæðan innbyrðis skyldleika mannsins við allar aðrar lífverur jarðarinnar. Hún hafnar drottnunarhyggju og yfirráðahugsun mannsins gagnvart öðrum lífverum á jörðinni og segir allt líf á jörðinni hluta af einni og sömu lífkeðjunni. Guðfræðilegan stuðning við lífhyggju og jöfnuð alls lífs sækir hún í fornar trúarjátningar og miðaldatúlkanir á Ritningunni þar sem Guð birtist sem umvefjandi, lífgefandi andi sem stöðugt glæðir sköpunarverkið lífi. Niðurstaða hennar er sú að allt líf sé merkilegt, mikilvægt og samtengt og Jesús Kristur sé orð Guðs í heiminum sem gefi sköpunarverkinu merkingu og kærleika.

Abstract

Lynn White’s Jr. theory (published in Science 1967) about the religious roots of the ecologic crisis in the Western world has shaped the writings of Christian theologians on the environment ever since. Most theologians more or less accepted White’s thesis critiquing anthropocentrism and hierarchical thinking in Christian interpretations of the relationship of man, God and nature. This article focuses on the recent confrontation of Elizabeth E. Johnson, with White’s legacy, in which she argues for the partnership of theology and ecology in solving current, complex environmental problems. Johnson supports Charles Darwin’s theory on the profound inter-relationship of man with all the other creatures of the earth. Thus, she rejects the thinking of domination towards animals and other organisms on earth holding that all life belongs to the same circle of life. She develops the theological support for her biocentric theology and ethics from ancient creeds and medieval interpretations of Scripture, in which God appears as an encompassing, life-giving spirit of Creation. Johnson’s conclusion is that all life is equally important and interconnected and that Jesus Christ is the Word of God in the world filling it with meaning and love.

Um höfund (biography)

Sólveig Anna Bóasdóttir, Háskóli Íslands

Prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild

Niðurhal

Útgefið

2015-12-17