Brautryðjendur í Biblíuþýðingum á Íslandi. Um þátt þeirra Odds Gottskálkssonar og Gissurar Einarssonar

Höfundar

  • Guðrún Kvaran

Útdráttur

Greinin fjallar um tvo af baráttumönnum fyrir siðskiptum á Íslandi á fyrri hluta 16. aldar, þá Odd Gottskálksson og Gissur biskup Einarsson. Báðir voru ráðnir í þjónustu Ögmundar Pálssonar biskups í Skálholti 1534 en Ögmundur hafnaði alfarið kenningum Lúthers. Oddur þýddi Nýja testamentið því á laun og notaði einkum Nýja testamenti Lúthers en einnig Vúlgötu og Erasmus frá Rotterdam. Bókin kom út í Danmörku 1540 með leyfi konungs. Gissur var þá orðinn biskup í Skálholti og studdi Odd dyggilega við útbreiðslu ritsins á Íslandi.

Bæði Oddur og Gissur þýddu bækur úr Gamla testamentinu sem Guðbrandur biskup Þorláksson nýtti lítið breyttar í Biblíu þá sem hann gaf út 1584. Þar er einnig tekið upp Nýja testamenti Odds með minni háttar breytingum. Oddur og Gissur voru einnig sammála um að guðsorðið eitt nægði ekki, mikilvægt væri að prestar fengju rit sem þeir gætu stuðst við við prestþjónustu sína. Oddur þýddi því hluta af predikanasafni Antoniusar Corvinusar sem tók til allra helgidaga ársins með það í huga að prestar gætu lesið upp úr því ef þeir treystu sér ekki til að semja ræðu sjálfir. Oddur þýddi og gaf út fyrstu tvær bækurnar og þá fjórðu. Gissur þýddi þriðja bindi og Oddur tvö síðustu en þessar bækur komu aldrei út og eru glataðar. Gissur sendi prestum fyrirmæli um að kaupa þýðingar Odds og nota í starfi sínu. Oddur þýddi einnig rit um píningarsögu Krists eftir Jóhannes Bugenhagen og rit ætlað til fræðslu barna og unglinga eftir Justus Jonas. Enginn vafi er á að þýðing Odds á Nýja testamentinu og aðrar þýðingar hans hafi átt mikinn þátt í að íslensk tunga varðveittist.

Abstract

The paper deals with two pioneers of the Reformation in Iceland in the early 16th century, Oddur Gottskálksson and the bishop Gissur Einarsson. Both men were in the services of Ögmundur Pálsson, who hired them in 1534 when he was bishop at Skálholt. Ögmundur was a staunch opponent of the Lutheran doctrines so Oddur had to translate the New Testament in secret. He mainly used Luther’s New Testament translation but also the Latin Vulgate and the translations of Erasmus of Rotterdam. The book was published in Denmark in 1540 with the king’s imprimatur. By then Gissur had become bishop at Skálholt and he supported Oddur vigorously in the dissemination of the translation in Iceland.

Oddur and Gissur both translated also books of the Old Testament, which bishop Guðbrandur Þorláksson made use of, with only minor changes, for the Bible he published in 1584. Oddur’s New Testament is also included there with minor alterations. Oddur and Gissur agreed that the scripture alone was not enough, equally important was to provide pastors with texts they could make use of in their sacerdotal duties. Oddur therefore translated part of a collection of sermons by Antonius Corvinus, that covered all the holy days of the year, the idea being that pastors could read from it if they did not feel up to writing their own sermons. Oddur translated and published the first two books as well as the fourth. Gissur translated the third volume and Oddur the final two, but these books were never published and are now lost. Gissur sent orders to pastors to buy the translations of Oddur and use them for their work. Oddur also translated a work on the passion of Christ by Johannes Bugenhagen, as well as a work intended for the education of children and young adults by Justus Jonas. There can be no doubt that the New Testament translation of Oddur, as well as his other translations, have contributed immensely to the preservation of the Icelandic language.

Niðurhal

Útgefið

2015-12-17