Í fótspor þín. Jane Austen, sjálfshjálparrit og menningartúrismi.

Höfundar

  • Alda Björk Valdimarsdóttir

Útdráttur

„Jane Austen hefur þá sérstöðu meðal höfunda að skoðanirnar á verkum hennar eru næstum því eins áhugaverðar og vekja næstum því jafn stórar spurningar og verkin sjálf.“ Þetta sagði Lionel Trilling árið 1957 og enn leita þessi orð á hugann enda hefur Austen aldrei verið vinsælli en hún er nú á tímum. Skáldsögur Austen hafa verið endurritaðar ótal sinnum, auk þess sem hvers kyns ævisagnaritun stendur í miklum blóma, jafnt í formi hefðbundinna verka, sem skáldverka er byggjast að meira eða minni leyti á lífshlaupi skáldkonunnar. Að sama skapi hefur fjöldi verka komið út þar sem Austen stígur fram sem persóna eða ráðgjafi.

Hér er ljósi varpað á Jane Austen sem lífsgúrú, leiðbeinanda og dýrling, hvernig vega­sögur, sjálfshjálparrit og trúarbókmenntir koma saman í frásögn um leit að tilgangi, þar sem stóra viðmiðið er líf í Jane. Megináherslan er á vegasögu Lori Smith A Walk with Jane Austen þar sem höfundur leggur í ferðalag til Englands á slóðir skáldkonunnar til að styrkja trú sína, leita að tilgangi og lífi í hinu smáa.

Abstract

“It is possible to say of Jane Austen, as perhaps we can say of no other writer, that the opinions which are held of her work are almost as interesting, and almost as important to think about, as the work itself.” These words of Lionel Trilling from 1957 are as fitting today as they were then, since Austen has never been more popular than now in the first decades of the 21st century. Austen’s novels are constantly being rewritten and biographical writings based on Austen herself are flourishing, both with the publication of traditional biographies as well as with fiction based more or less on the novelist’s life. In addition, there are a number of works where Jane Austen is either presented as a character, or as a consultant, as is the case in the various self-help books, which make use of her popularity.

In this article I take a close look at the way Jane Austen is represented as a guru, mentor and a saint. How do road narratives, self-help books and Christian devotional literature come together in stories about the search for meaning, where the aim is to lead a good life in Jane? The main emphasis in this article is on Loris Smith’s road story A Walk with Jane Austen, where the author sets off to England following in the footsteps of Austen. On the road Smith finds new strength in faith and searching for her path she discovers the meaning of life in small things.

Um höfund (biography)

Alda Björk Valdimarsdóttir

Lektor við Íslensku- og menningardeild

Niðurhal

Útgefið

2015-12-17