„Religio mihi est“. Religio(n) sem helgar skyldur, helgisiðir, kenningarkerfi og trúarleg tilfinning

Höfundar

  • Sólveig Anna Bóasdóttir

Útdráttur

Hugtakið religio(n) er í brennidepli þessarar greinar. En hvað merkir það hugtak nákvæm-lega? Til að svara því er einkum stuðst við rannsóknir tveggja fræðimanna, þeirra Wilfreds Cantwell Smith og Williams T. Cavanaugh, sem báðir hafa nálgast vandamálið undir for-merkjum mótunarhyggju sem er sú skoðun að hið vestræna trúarhugtak sé menningarlega, félagslega og fræðilega mótað fremur en kyrrstætt eðlishugtak sem lýsi veruleikanum af hlutleysi. Ályktanir þeirra Cantwells Smith og Cavanaughs eru tengdar staðhæfingum guðfræðingsins og heimspekingsins Friedrichs Schleiermacher í ritinu Um trúarbrögðin (1799) þar sem hann gagnrýnir menntamenn sinnar aldar fyrir rangan skilning á hugtakinu religio(n). Hugtakið religio(n) leikur aðalhlutverk í fyrstu ræðu ritsins en hvað merkir það í huga Schleiermachers? Hvernig vildi hann að menn skildu religio(n) fyrir tvö hundruð árum og hvers vegna? Enn fremur, er víst að lesendur tuttugustu og fyrstu aldar geti skilið það sem Schleiermacher reyndi að koma á framfæri, þ.e. tekst að ná fram merkingu hans á religio(n) í nýrri íslenskri þýðingu? Þetta eru áleitnar spurningar og einnig er brýnt að skilja merkingu fyrri tíðar kynslóða á religion. Ég enda á vangaveltum um slík merkingar- og umbreytingarvandamál í tengslum við religion, með hliðsjón af mótunarhyggju og póst-strúktúralisma.

Abstract
The concept of religion is in focus of this article. But, what is exactly meant by it? The article draws on the approaches of Wilfred Cantwell Smith and William T. Cavanaugh who, following social constructivism, assume that the western concept of religion has been constructed differently, in different times and different places and thus is not a neutral descriptor of reality that is simply out there in the world. Their assumptions are related to the text of Friedrich Schleiermacher in On Religion (1799) in which he criticizes the intellectuals of his age for pursuing a false understanding of religion. The religion category is especially in focus in his first speech of the work, but how did Schleiermacher conceive of it? How did he want religion to be understood and why? Furthermore, can the readers of the 21st century realize Schleiermacher’s point, given the most different view of religion today? These are the burning issues of the article, based on how earlier generations did conceive of religion. I conclude with some conjectures in relation to these problems of meaning and transformation in dialogue with social constructivism and post-structuralism.

Niðurhal

Útgefið

2015-07-01