Bonhoeffer. Trúartúlkun í myndugum heimi
Útdráttur
Ritgerðin er skrifuð í tilefni af því að sjötíu ár eru liðin frá píslarvættisdauða Dietrichs Bonhoeffers. Í inngangi rekur höfundur eigin kynni við sögu og guðfræði Bonhoeffers en segir jafnframt frá helstu æviatriðum hans, afstöðu hans til nasistaflokksins, menntun hans og kennslu en einnig kynnir hann fjölskyldu hans og fjölskyldutengsl. Í fyrri meginhluta ritgerðarinnar er fjallað um andófsmanninn Bonhoeffer. Þar er þróun hans rakin frá því að vera afskiptalítill um málefni samfélagins í átt til sívaxandi þátttöku á því sviði. Þar kemur til reynsla hans af guðfræðingum og kirkjulífi vestanhafs og í Englandi en einnig virkri þátttöku í samkirkjulegu starfi. Í síðari meginhluta er fjallað um guðfræði Bonhoeffers samkvæmt Fangelsisbréfunum en þar er að finna afar sérstaka þróun þau tvö ár sem hann sat í fangelsum nasista í Þýskalandi. Megináherslan er þar lögð á skilning Bonhoeffers á myndugleika trúarinnar, á guðshugtakinu, á pólitískri ábyrgð kristins manns og ekki hvað síst guðfræðingsins og loks áhersla hans á reynsluna sem eina meginforsendu guðfræðinnar.
Abstract
Seventy years ago the German theologian Dietrich Bonhoeffer suffered a martyr´s death in Germany. In the short introduction the author introduces some facts of Bonhoeffer´s life, his attitude to the nazi party, his education and lecturing but also his family and family connections. The first main section of the article explains Bonhoeffer´s path towards the political resistance, away from his rather passive attitude on the political scene towards a growing political consciousness based on his experience, faith and theology. In that development his acquaintance with church people and theologians in America, England and his participation in the ecumenical movement, plays a definite role. In the second main section the author deals with some key theological issues in his letters the two years of his imprisonment. Among the main issues dealt with are theology and faith in a culture “come of age”, the concept of God, the political responsibility of the Christian individual and the Christian community and Bonhoeffer´s view of a theology based on experience according to Luther´s view: sola autem experientia facit theologum (only experience makes the theologian.)