„Vor Guð er borg á bjargi traust“ Um íslenskar þýðingar sálmsins

Höfundar

  • Einar Sigurbjörnsson

Útdráttur

Sálmur Lúthers, Vor Guð er borg á bjargi traust, er frægasti sálmur hans. Hann mun ortur árið 1528 og var snemma þýddur á önnur tungumál. Hann hefur notið mikilla vinsælda æ síðan. Upphaflega fyrst og fremst meðal mótmælenda en á síðustu áratugum hefur hann einnig verið sunginn meðal rómversk-kaþólskra. Lagið er einnig eftir Lúther. Það hefur sömuleiðis verið vinsælt og notað sem lagboði við marga sálma bæði hér á landi og meðal nágrannaþjóðanna. Í þessari grein er gerð grein fyrir guðfræði sálmsins og þýðingarsögu hans á Íslandi. Elsta íslenska þýðingin er frá 1555. Ný þýðing kom 1589 og var sungin á Íslandi fram á 19. öld þegar ný þýðing sem einkenndist af guðfræðiáherslu upplýsingar-stefnunnar leit dagsins ljós árið 1801. Núgildandi þýðing er eftir Helga Hálfdánarson og er frá árinu 1871. Um leið og Helgi vann að þýðingu sinni gerði Stefán Thorarensen uppkast að þýðingu á sálminum en kaus frekar að þýðing Helga kæmi í Sálmabók en ekki þýðing sín sem féll í gleymsku. Hún er hér birt í fyrsta sinn.

Niðurhal

Útgefið

2014-09-17