Samfélagið um líkama Krists

Höfundar

  • Pétur Pétursson

Útdráttur

Í þessari ritgerð er tekið undir þá kenningu að Tólfpostulakverið (Didache) sé gyðing-kristið rit og að því leyti náskylt Matteusarguðspjalli og Jakobsbréfi þótt ekki sé um bein rittengsl að ræða. Bænirnar yfir brauði og bikar eru að mati höfundar eiginlegar sakramentisbænir (eucharist) en ekki aðeins kærleiksmáltíð (agape). Hin einkennilega bæn um brotin á fjöllunum og einingu kirkjunnar (Didache 9.4) er að öllum líkindum ein elsta heimildin um iðkun heilagrar kvöldmáltíðar og sú tilgáta sett fram að hana megi rekja til frum-safnaðarins í Jerúsalem. Spámenn og náðargjafir heilags anda hafa mótað trúarsamfélagið og bænin ber vott um dulúðuga innlifun í borðsamfélagið sem var kjarninn í safnaðar-lífinu. Þar koma saman tvö minni, annað er hið heilaga manna í eyðimörkinni sem frá segir í fyrstu bók Móse, og safnað var saman og sett í gullker og varðveitt í sáttmálsörk gyðinga sem varðveitt í musterinu í Jerúsalem, og hitt minnið er samsömun Jesú við hið himneska brauð og predikun hans eftir mettunarundrið sem sagt er frá í Jóhannesar-guðspjalli.

Niðurhal

Útgefið

2014-09-17