Postcolonial Catholicism

Höfundar

  • Mary E. Hunt

Útdráttur

Hinn framsækni hluti rómversk-kaþólsku kirkjunnar, bæði í Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum, beitir sér nú fyrir eftirlendukirkju (e. postcolonial church) sem er byggð upp á grundvelli fullrar þátttöku og helguð sameiginlegum hagsmunum allra meðlima hennar (e. the common good). En meira að segja valið á fyrsta páfanum frá Rómönsku Ameríku er engin trygging fyrir slíkri kirkju. Greining á umdeildum málefnum eins og jafnræði hjónabanda, vígslu kvenpresta og frjósemisréttlæti (e. reproductive justice) sýnir að margt er enn ógert. Þar til þessi málefni eru tekin fyrir mun hin rómversk-kaþólska kirkja halda áfram að starfa sem trúarleg nýlendustofnun þrátt fyrir ötula viðleitni femínista og annarra.

Niðurhal

Útgefið

2014-09-17