Áskoranir fyrir skóla og kirkju

Höfundar

  • Gunnar J. Gunnarsson

Útdráttur

Árið 2013 voru gerðar róttækar breytingar á Aðalnámskrá grunnskóla sem meðal annars fólu í sér að trúarbragðafræðsla er nú hluti af svonefndum samfélagsgreinum. Greinin fjallar um stöðu trúarbragðafræðslu í grunnskólum á Íslandi og er athyglinni beint sérstaklega að trúarbragðafræðiþætti nýrrar námskrár í samfélagsgreinum. Leitað er svara við því hvaða áskoranir, hættur og möguleikar felast í því að trúarbragðafræðin er nú orðin hluti af námskrá í samfélagsgreinum, bæði fyrir skóla og kirkju. Til að setja hlutina í samhengi er þróun námsgreinarinnar kristinfræði/trúarbragðafræði, samkvæmt námskrám grunnskóla sl. 50 ár, skoðuð sérstaklega, hvaða breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum og hvaða áherslur eru lagðar í nýrri námskrá. Ræddar eru áskoranir og möguleikar trúarbragðafræðslunnar í ljósi fræðilegrar umræðu í nágrannalöndum og hugað að rökum fyrir hlutverki þessarar greinar og mikilvægi vandaðrar trúarbragðakennslu á tímum fjölmenningar og margbreytileika. Loks er vikið að hlutverki þjóðkirkju og annarra trúfélaga í trúarbragðafræðslunni.

Niðurhal

Útgefið

2014-09-17