Um tímaritið
##about.focusAndScope##
Fyrsta tölublað Ritsins kom út árið 2001 (upplýsingar um hefti frá 2001-2017 má finna hér: http://hugvis.hi.is/ritid). Hvert hefti er jafnan tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Ritið birtir einnig aðsendar greinar utan þema á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur og einnig þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda.
Stefnan með útgáfu Ritsins er að gefa fólki kost á að lesa öflugt og vandað fræðirit sem er í fararbroddi menningar- og þjóðfélagsumræðu á Íslandi.##about.peerReviewProcess##
Allar greinar sem birtast í Ritinu, aðrar en þýðingar, umræðugreinar og ritdómar, undirgangast nafnlausa ritrýni hjá tveimur sérfræðingum á viðkomandi sviði.
##about.openAccessPolicy##
Frá árinu 2018 er Ritið birt í opnum aðgangi, sem felur í sér að notendum er heimilt að lesa greinar og vista þær, prenta út og dreifa án leyfis höfundar eða útgefanda og jafnframt að slík notkun er ókeypis. Við einstakar þýðingar kunna þó að vera hömlur á þessu í árgangi 2018.
Útgáfutíðni
Ritið kemur út þrisvar á ári, í apríl, ágúst og desember.