Horft um öxl

Listamaður, kennari og rannsakandi rýnir í eigin vegferð og þroskaferil í námi og starfi

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2023.23

Lykilorð:

starfendarannsóknir, farsæld, kennarastarfið, hyggindi, sjálfsskilningur, starfsþróun

Útdráttur

Í þessari grein, sem er persónuleg frásögn, segir frá starfendarannsókn sem höfundur framkvæmdi með það fyrir augum að öðlast betri skilning á eigin vegferð á löngum ferli í starfi sem listamaður, kennari og rannsakandi. Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar byggist á hugmyndum Maxine Greene um siðferðislegt gildi kennarastarfsins ásamt mikilvægi þess að kennarar séu meðvitaðir um margbrotið hlutverk sitt og mæti áskorunum með skýr áform og vilja að leiðarljósi. Til þess að svo megi verða þarf einstaklingurinn að leita leiðsagnar dygðanna, einkum og sér í lagi þeirrar yfirdygðar sem Aristóteles nefndi hyggindi. Gagna var m.a. aflað með skrifum í rannsóknardagbók þar sem örsögur, minningar og afturblik léku lykilhlutverk auk viðtals við rannsóknarvin. Í niðurstöðukaflanum setur höfundur þroskaferli sitt í röklegt samhengi og greinir þróun sjálfsmyndar frá listamanni, yfir í kennara og síðar rannsakanda. Þroskaferlið leiðir höfundinn loks á upphafsreit þar sem hann lýsir því að hvernig listamaðurinn er aftur sestur undir stýrið á ferðalaginu og hefur boðið kennaranum og rannsakandanum far í von um að þeir hjálpi til í ferðinni. Niðurstöður benda til mikilvægis þess að kennarar horfi inn á við jafnframt því sem þeir sinna margbrotnum störfum sínum og gæti þess að ígrunda eigið starf af kostgæfni, íhygli og ekki síður að þeir leiti leiða til að eiga í gjöfulum samræðum við aðra kennara og rannsakendur um störf sín og áskoranir.

Um höfund (biography)

Ingimar Ólafsson Waage, Listaháskóli Íslands - Listkennsludeild

Ingimar Ólafsson Waage (ingimar@lhi.is; iow1@hi.is) er listmálari, heimspekikennari, lektor við listkennsludeild Listaháskóla Íslands og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

2023-12-31

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar