Menntun eða úrræði?
Stefnumótun íslenska ríkisins um fullorðinsfræðslu
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/serritnetla.2023.20Lykilorð:
menntun fullorðinna, fullorðinsfræðsla, framhaldsfræðsla, ævimenntun, menntastefna, tæknihyggja, skólahyggja, nám fyrir atvinnulífið, umbreytandi menntunÚtdráttur
Þessi grein sprettur upp úr heildarendurskoðun á framhaldsfræðslukerfinu hér á Íslandi sem hófst í janúar 2023. Skoðað er hvernig stjórnvöld á Íslandi hafa skilgreint markmið fullorðinsfræðslu í frumvörpum sínum og lögum allt frá 1974. Í framhaldi af því er rýnt í framtíðarsýn UNESCO, OECD og íslenskra stjórnvalda varðandi menntun fullorðinna og að lokum velt upp hvernig má nýta þessar greiningar og stefnuskjöl til markvissrar endurskoðunar á gildandi lögum um framhaldsfræðslu (nr. 27/2010) sem unnið er að um þessar mundir.
Greining frumvarpanna leiðir í ljós að hugmyndafræði almennrar menntunar með víða skírskotun til fjölbreyttrar menntunar fyrir alla hefur æ meir vikið fyrir aukinni tæknihyggju og skólahyggju sem beinist fyrst og fremst að þröngum hópi fullorðinna einstaklinga með stutta skólagöngu að baki. Einnig kemur fram að núverandi lög um framhaldsfræðslu ná ekki að takast á við þær áskoranir og þrástef sem koma fram í fjölþjóðlegum framtíðarstefnuskjölum OECD og UNESCO.
Greinin endar á því að leggja fram tillögur um inntak markmiðsgreinar þar sem gætt er að jafnvægi milli ólíkra þátta og að þróa markmið sem eiga rætur sínar í almennri menntun, skólahyggju og tæknihyggju og efla fólk til samfélagslegrar, borgaralegrar og atvinnutengdrar þátttöku. Auk þess er lögð áhersla á að tekið verði tillit til framtíðaráskorana sem eru þrástef í fjölþjóðlegum stefnuskjölum og fundið aukið jafnvægi milli áherslunnar á opinbert líf og einkalíf í inntaki námsins.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2023 Berglind Rós Magnúsdóttir, Helgi Þ. Svavarsson
Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).