Frumkvöðull í nýsköpunarmennt

Rósa Gunnarsdóttir grunnskólakennari

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2023.8

Lykilorð:

Nýsköpunarmennt, nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, eflandi kennslufræði, bókarlaus kennsla

Útdráttur

Í þessari grein er sagt frá Rósu Gunnarsdóttur sem hefur sinnt ýmsum hlutverkum í menntamálum og eitt þeirra er hlutverk grunnskólakennarans. Tilgangurinn með þessari grein er að koma á framfæri áhugaverðum hugmyndum Rósu um nám og kennslu, sér í lagi er snýr að skapandi hugsun og eflandi uppeldis- og kennslufræði. Markmiðið er að segja sögu grunnskólakennarans Rósu Gunnarsdóttur sem hefur látið að sér kveða á ýmsum stigum skólastarfs og menntamála, meðal annars verið frumkvöðull í að kenna nýsköpunarmennt og vinna rannsóknir á því sviði. Leitað er svara við spurningunni: Hvað einkennir hugsjónir og menntahugmyndir Rósu Gunnarsdóttur, hvernig birtast þær í kennslu hennar og hvað hefur haft áhrif á mótun þeirra? Til að draga fram sögu Rósu var byggt á aðferðafræði ævisögulegra lífssöguaðferða og frásagnarrýni. Niðurstöðurnar eru settar fram sem rýnisögur sem lýsa tímabilum og viðfangsefnum í lífi og starfi hennar. Niðurstöðurnar eru kynntar í sex undirköflum sem byggja á þemunum sem birtust. Kaflarnir snúast um eftirfarandi: Æskuár Rósu og atburði sem urðu til þess að hún ákvað að verða kennari; Kennaraháskólann og áhrifavalda í námi; kennsluna í Foldaskóla; sýn á menntun og þróun starfskenningar; og að lokum áherslur og aðferðir í nýsköpunarmennt. Saga Rósu sýnir að hún er hugsjónamanneskja sem lætur verkin tala. Hún segist vilja vera kennari sem leiðir nemandann að þeim menntabrunni sem veitir visku og kraft til að verða að meira manni. Kennsla Rósu hefur einkennst af kjarki og tilraunalöngun eins og að kenna án bóka. Starfskenning hennar hefur snúist um og snýst um að framkvæma í verki eflandi kennslufræði sem felst í að hún hefur trú á einstaklingnum, styður hann til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, vera skapandi og birta sköpun sína öðrum og taka virkan þátt í að móta samfélagið.

Um höfund (biography)

Svanborg R. Jónsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Svanborg Rannveig Jónsdóttir (svanjons@hi.is) er prófessor emerita við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1978 með íslensku og dönsku sem aðalgreinar. Hún lauk M.A.-prófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands 2005 með áherslu á nýsköpunarmennt. Árið 2011 lauk hún doktorsnámi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er titill doktorsritgerðar hennar The Location of Innovation Education in Icelandic Compulsory Schools. Rannsóknir hennar snúast um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, námskrárfræði, skapandi skólastarf, breytingastarf og starfstengda sjálfsrýni í kennaramenntun.

Niðurhal

Útgefið

2023-12-31