Mikilvægi stuðnings við fullgildi barna fyrir inngildandi leikskólastarf
The importance of promoting children’s belonging
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/netla.2023/16Útdráttur
Inngilding (e. inclusion) er mikilvæg fyrir gæðaríkt leikskólastarf sem getur haft langvarandi jákvæð áhrif á nám og þroska barna. Markmið rannsóknarinnar var því að skoða hvaða þættir í fari starfsfólks leikskóla, starfshátta þeirra og starfsumhverfis tengdust sterkast trú starfsfólks á eigin getu til inngildingar. Gögn úr starfsmannakönnun leikskóla á vegum Skólapúlsins árin 2020 og 2021 voru greind með marglaga líkani (e. multilevel model). Þátttakendur voru 1854 og náði úrtakið til rúmlega þriðjungs allra leikskóla á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að til að auka trú starfsfólks á eigin getu til inngildingar væri vert að horfa sérstaklega til þess að auka trú starfsfólks á eigin getu til að styðja við fullgildi (e. belonging) barna. Einnig var áhugavert að trú starfsfólks á eigin getu til að mæta krefjandi hegðun barna skipti töluverðu máli í leikskólum þar sem trú á eigin getu til inngildingar var lág en minna máli eftir því sem trú á eigin getu til inngildingar mældist hærri. Aðrar forspárbreytur rannsóknarinnar; trú á eigin getu til að styðja börn með sérþarfir, samstarf innan leikskólans og starfsreynsla, sýndu marktæk en veik tengsl við trú á eigin getu til inngildingar. Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta jafnframt fræðilega aðgreiningu hugtakanna inngilding og fullgildi
Efnisorð: fullgildi, inngilding, leikskóli, skóli án aðgreiningar, trú á eigin getu
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2023 Guðrún Jóna Þarstardóttir, Hrönn Pálmadóttir, Kristján Ketill Stefánsson
Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).