Mikilvægi stuðnings við fullgildi barna fyrir inngildandi leikskólastarf

The importance of promoting children’s belonging

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2023/16

Útdráttur

Inngilding (e. inclusion) er mikilvæg fyrir gæðaríkt leikskólastarf sem getur haft langvarandi jákvæð áhrif á nám og þroska barna. Markmið rannsóknarinnar var því að skoða hvaða þættir í fari starfsfólks leikskóla, starfshátta þeirra og starfsumhverfis tengdust sterkast trú starfsfólks á eigin getu til inngildingar. Gögn úr starfsmannakönnun leikskóla á vegum Skólapúlsins árin 2020 og 2021 voru greind með marglaga líkani (e. multilevel model). Þátttakendur voru 1854 og náði úrtakið til rúmlega þriðjungs allra leikskóla á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að til að auka trú starfsfólks á eigin getu til inngildingar væri vert að horfa sérstaklega til þess að auka trú starfsfólks á eigin getu til að styðja við fullgildi (e. belonging) barna. Einnig var áhugavert að trú starfsfólks á eigin getu til að mæta krefjandi hegðun barna skipti töluverðu máli í leikskólum þar sem trú á eigin getu til inngildingar var lág en minna máli eftir því sem trú á eigin getu til inngildingar mældist hærri. Aðrar forspárbreytur rannsóknarinnar; trú á eigin getu til að styðja börn með sérþarfir, samstarf innan leikskólans og starfsreynsla, sýndu marktæk en veik tengsl við trú á eigin getu til inngildingar. Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta jafnframt fræðilega aðgreiningu hugtakanna inngilding og fullgildi

Efnisorð: fullgildi, inngilding, leikskóli, skóli án aðgreiningar, trú á eigin getu 

Um höfund (biographies)

Guðrún Jóna Þrastardóttir

Guðrún Jóna Þrastardóttir (gudrunjonath@gmail.com) lauk B.S.-prófi í sálfræði árið 2020 og M.A.-prófi í uppeldis- og menntunarfræði með sálfræði sem kjörsvið í júní 2023 frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við sérkennslu í leikskóla á Íslandi og starfar nú í leikskóla í Kaupmannahöfn þar sem hún er búsett. Grein þessi byggir á meistaraverkefni Guðrúnar.

Hrönn Pálmadóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Dr. Hrönn Pálmadóttir (hropalm@hi.is) er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi í menntunarfræði ungra barna frá Háskóla Íslands árið 2015. Helstu áherslusvið í rannsóknum eru sjónarhorn yngstu leikskólabarnanna á samskipti og leik ásamt upphafi leikskólagöngu fjölbreytts hóps barna. Hrönn hefur tekið þátt í bæði norrænum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum um margvíslegar áskoranir í daglegu lífi barna í leikskólum

Kristján Ketill Stefánsson, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Dr. Kristján Ketill Stefánsson (kristjan@hi.is) er lektor í kennslufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Kristján lauk doktorsprófi í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands árið 2017. Hann útskrifaðist úr meistaranámi í kennslufræði frá Háskólanum í Ósló árið 2006 og hefur frá þeim tíma unnið að uppbyggingu upplýsingakerfis fyrir innra mat skóla sem nefnist Skólapúlsinn. Helstu núverandi rannsóknaráherslur Kristjáns eru á sviði kennsluaðferða sem efla áhugahvöt til náms og notkun marglaga líkana í menntarannsóknum

Niðurhal

Útgefið

2023-12-13

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar