On becoming edGe-ucated
how uncertainty can link the frontiers of expert inquiry to the education of all
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/serritnetla.2023.1Útdráttur
Í þau 55 ár sem G. Thomas Fox hefur starfað sem kennari og uppeldis- og menntunarfræðingur hefur hann kennt í grunnskólum, rannsakað stefnumörkun og framkvæmd skólastarfs á öllum skólastigum frá barnaskólum til háskóla og leiðbeint kennurum og öðrum leiðbeinendum við að rannsaka eiginn starfsvettvang. Hann hefur unnið þessi störf í þremur löndum: Bandaríkjum Norður Ameríku, Englandi og á Íslandi. Síðustu þrjá áratugi hefur athygli hans beinst að menntunargildi þess að börn og fullorðnir, um víða veröld geti fyrirvaralaust staðsett sig og verið virk á jaðri þess óþekkta. Þau geti þannig á árangursríkan hátt tekið þátt í menntunarstarfi á jaðarsviðum vísinda og annarrar þekkingarleitar. Hann nefnir ferlið sem beitt er af leikmönnum við að skilja og taka þátt í þekkingarleit á óleystum sérfræðisviðum “edGe-ucation” (þ.e. menntun á brún (edge) hins óþekkta).
Frásagnir Fox sýna að bæði í kennslu- og rannsóknum hafi hann aðeins endrum og sinnum nálgast “edGu-ucating” – vegna þess að hann hafi ekki gert sér grein fyrir hæfileikum nemenda sinna og starfsfélaga. Þá lýsir hann og greinir hvernig ýmsir á sviði vísinda og annarrar þekkingarleitar, hafa náð að stunda “edGe-ucation” á ýmsa vegu. Með tilvísun í sína reynslu og annarra af “edGe-ucation”, útskýrir hann hvernig unnt sé að virkja þessa hugmynd með því að samþætta nám við þekkingarleit sérfræðinga – bæði í stofnanalegu samhengi og aðferðafræðilega. Hann telur að leyndarmálið að baki slíkri samþættingu, felist í viðurkenningu á getu einstaklinga til að takast á við óvissu. Á grundvelli slíkrar viðurkenningar verður nemendum á öllum skólastigum og einnig við aðrar aðstæður, mögulegt að fást við óleyst viðfangsefni sérfræðinga eins og önnur viðfangsefni sem krefjast agaðra úrlausnaraðferða.
Í bókinni er leitast við að sýna hvernig eiginleg menntun getur átt sér stað í skólum fyrir tilstuðlan hvetjandi kennara með því að færa framlínu þekkingarleitar í fræðastarfi inn í skólastarfið. Þeirri hugsjón er deilt með lesendum bókarinnar að hægt sé að skapa ný tækifæri fyrir einstaklinga, menningarheildir, þjóðfélög og fræðasvið þegar allir vinna á mörkum hins þekkta og óþekkta á sviði ólíkra sérfræðinga – innan eða utan skólastarfs.
Höfundur ber á borð bæði nýja og ferska sýn á menntun með því að sýna hvernig nemendur á öllum aldri geta haft ríkulegt gagn af glímunni við hið óþekkta. Jaðar þekkingarleitar færist stöðugt til og það gera einnig viðfangsefni nemenda. Leiðarlýsingin beinir sjónum lesandans jafnframt að mikilvægum þáttum rannsókna og að rannsóknarnámi með gagnrýnu ívafi og samspil menntunar og rannsókna öðlast stöðugt nýtt líf eftir því sem sögunni vindur fram.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2023 G. Thomas Fox

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).