Með börnin heima í samkomubanni
Reynsla og upplifun foreldra leikskólabarna
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/netla.2023/11Útdráttur
Í mars 2020 voru gefnar út reglur á Íslandi þar sem settar voru skorður á samkomur, starfsemi í framhalds- og háskólum færðist á netið, rekstur leik- og grunnskóla var takmarkaður og stjórnvöld hvöttu foreldra til að hafa börnin heima ef þess var kostur. Rannsóknin sem hér er kynnt beinist að velferð ungra barna á tímum COVID-19 þegar flestu var skellt í lás í þjóðfélaginu og skólahald breyttist hjá börnum. Þátttakendur í rannsókninni voru tólf fjölskyldur leikskólabarna og voru tekin endurtekin viðtöl við þær á tímabilinu mars til maí 2020. Áherslan var á þau áhrif sem ástandið hafði almennt á börnin og fjölskyldurnar og áskoranirnar sem fylgdu í kjölfarið. Jafnframt var horft fram á við og dregið fram hvað hægt er að læra af reynslunni, bæði er snýr að velferð barna nú á dögum og til framtíðar litið.
Niðurstöður sýna að faraldurinn hafði víðtæk og mikil áhrif á fjölskyldurnar. Fjölskyldulífið breyttist en foreldrar voru sammála um að rútína og skipulag hafi skipt miklu máli sem og að hafa nóg að gera fyrir börnin. Margir töldu að þessi tími hefði gefið þeim tækifæri til að kynnast börnunum betur og á margan hátt var gott að geta dregið úr ytra áreiti. Úrræði og samheldni fjölskyldna virtist draga úr álaginu og gerði upplifunina að sumu leyti jákvæða þegar litið var til baka. Þær ályktanir má draga að samfélagið hefði getað stutt betur við barnafjölskyldur á tímum samkomubanns, til dæmis með því að gefa þeim möguleika á að hafa einhvern til að tala við utan fjölskyldunnar
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2023 Netla
Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).