Fyrirkomulag og upplifun nemenda af matssamtali í raunfærnimati í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2022.14

Lykilorð:

raunfærnimat, leikskólakennaranám, matssamtal

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um raunfærnimat í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands sem byggir á norrænni fyrirmynd. Umfjöllunin er afmörkuð við þróun matsgagna og aðferða í matssamtali í raunfærnimatinu til að meta þá þekkingu og hæfni sem nemendur hafa öðlast í starfi í leikskóla út frá hæfniviðmiðum þeirra námskeiða sem voru til mats. Í greininni er sjónum beint að þeim matsgögnum og aðferðum sem stuðst var við í matssamtölunum ásamt upplifun nemenda og matsaðila af þeim. Meginmarkmið raunfærnimats er að einstaklingur fái viðurkennda þá reynslu sem hann hefur öðlast utan veggja skóla þannig að hann þurfi ekki að sækja nám í því sem hann þegar kann. Raunfærnin ætti í kjölfar mats að leiða til styttingar á námi. Fjögur grunnhugtök tengjast raunfærnimati; ferilmappa, skimunarlisti, sjálfsmatslisti og matssamtöl. Stuðst var við fjölbreyttar aðferðir í matssamtölum sem tóku mið af hæfniviðmiðum, kennslu og verkefnum námskeiðanna sem voru til raunfærnimats. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að nemendum fannst matssamtölin krefjandi. Þeim fannst undirbúningur fyrir samtölin góður og töluðu um að allir sem að ferlinu komu hefðu verið hjálpsamir og hvetjandi. Nemendum fannst matsaðilar taka sér góðan tíma til að hlusta á sig í samtalinu. Að mati matsaðila sýndu samtölin vel þá þekkingu og hæfni sem nemendur höfðu öðlast í starfi. Niðurstöðurnar styðja við þá hugmynd að mikilvægt sé að gefa ófaglærðu starfsfólki leikskóla tækifæri til þess að fá reynslu sína og þekkingu metna til styttingar á leikskólakennaranámi.

Um höfund (biographies)

Anna Magnea Hreinsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Anna Magnea Hreinsdóttir (amh@hi.is) lauk námi í tómstundafræðum frá Göteborgs folkhögskola í Svíþjóð árið 1980, B.Ed.-gráðu í leikskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999 og meistaraprófi frá sama skóla árið 2003. Árið 2009 lauk hún doktorsprófi í menntunarfræðum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands með áherslu á lýðræðislegt umræðumat á skólastarfi. Hún vann sem leikskólastjóri og leikskólafulltrúi á árunum 1991–2015 og var sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar á árunum 2015– 2020. Nú starfar hún sem aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir (ios@hi.is) er dósent í leikskólafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum fjallað um leikinn, starf leikskólakennara, faglega þróun leikskólakennara og ferli starfendarannsókna. Ingibjörg Ósk hefur tekið þátt ýmsum innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum um ólík viðfangsefni í tengslum við leikskólastarf, í samstarfi við leikskólakennara sem eru starfandi í leikskólum og við rannsakendur. Ingibjörg Ósk kennir í leikskólakennaranámi við Menntavísindasvið

Niðurhal

Útgefið

2022-10-31

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>