„Sem allra mest af þokkafullum ilmi“ Ljóðið Íþaka eftir Konstantinos P. Kavafis lesið sem hugleiðing um menntamál

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2022.93

Lykilorð:

Kavafis, Íþaka, ljóð, menntun, námsmarkmið

Útdráttur

Þau 154 ljóð sem Konstantinos P. Kavafis (???????????? ?. ???????) sendi frá sér um ævina mynda heild. Þau gefa hvert öðru merkingu. Hugsanir sem eru orðaðar stuttlega í einu ljóði eru skýrðar nánar í öðrum. Stór hluti þessara hugsana varðar kosti fólks á að menntast – hvort við getum öðlast visku eða hvort veröldin hafi okkur ævinlega að fíflum.

Í greininni er eitt af þekktustu verkum Kavafis, ljóðið „Íþaka“ frá árinu 1911, skoðað í ljósi annarra ljóða hans og skýrt hvernig skáldið líkir menntun við ævilangt ferðalag þar sem reynslan á leiðinni skiptir meira máli en áfangastaðurinn. Þessi reynsla, sem lýst er í ljóðinu, mótar skynjunina, setur mark á líkamann og breytir því hver maður er en ekki aðeins því hvað maður getur.

Ljóðið er einnig tengt lífi Kavafis sem var framandlegur samtíð sinni á fleiri vegu en einn og fleiri en tvo. Hann var allt í senn samkynhneigður, heimsborgari í fjölmenningarsamfélagi sem var að líða undir lok og frumkvöðull í módernískri ljóðagerð sem orti á grísku en tilheyrði jaðri hins grískumælandi heims.

Í framhaldi af skoðun á ljóðinu og tengslum þess við verk og líf skáldsins er spurt um menntunina sem þar er lýst og hvaða máli hún skipti fyrir okkur.

Um höfund (biography)

Atli Harðarson, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Atli Harðarson (atlivh@hi.is) er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur ritað bækur og greinar um heimspeki, bókmenntir og námskrárfræði.

Niðurhal

Útgefið

2022-12-13

Tölublað

Kafli

Ritstýrðar greinar