Listin að spyrja

Höfundar

  • Jón Ásgeir Kalmansson Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2022.89

Lykilorð:

spurning, íhygli, kennsla, athygli, menntun

Útdráttur

Dr. Jón Torfi Jónasson hefur bent á að menntaumræða hafi á síðustu áratugum ekki fjallað um það sem hún ætti að fjalla um, sem séu grundvallarspurningar um eðli menntunar, hlutverk skóla og tengsl menntunar og skóla. Hún hafi fremur beinst að tæknilegum og fjárhagslegum þáttum skólastarfs. Í þessari grein verður brugðist við ákalli Jóns Torfa um eflda umræðu um eðli menntunar. Það verður gert með því að beina athygli að því sem Jón Torfi telur að hafi skort í menntaumræðum upp á síðkastið, spurningum um grundvallarþætti menntunar og skóla. Spurt er hvað spurningar eru og í hverju þekkingarfræðilegt og siðfræðilegt mikilvægi þeirra er fólgið. Komið er inn á það hvers vegna erfiðara getur verið að spyrja vel en að finna svör við spurningum, og rætt í því sambandi um hvað fólgið er í listinni að spyrja. Rætt er um tengsl spurnar við hugsun og líf íhugunar. Fjallað er um hvað það getur þýtt í lífi einstaklings að spyrja sig grundvallarspurninga um hlutverk sitt og um merkingu grunnhugtaka eins og kennslu og menntunar. Loks verða skoðuð tengsl spurnar og athygli, það er getunnar til að opna hugann fyrir veruleika af einhverju tagi.

Um höfund (biography)

Jón Ásgeir Kalmansson, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Jón Ásgeir Kalmansson (jonkalma@hi.is) er aðjunkt í heimspeki við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

2022-12-13

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar