Framsýni og menntakerfi: Mótun menntastefnu með framtíð að leiðarljósi
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/serritnetla.2022.82Lykilorð:
framtíð menntunar, framsýni, menntastefna, menntakerfiÚtdráttur
Í greininni er fjallað um áhrif framtíðafræða og framsýnisáætlana á menntakerfi og mótun menntastefnu til lengri tíma. Sagt er frá rannsókn þar sem kannað var hvaða langtímaáhrif þátttaka fulltrúa aðila, sem koma að mótun menntastefnu í framsýnisáætlunum um framtíð menntunar, hefði á aðra í þeirra daglega starfsumhverfi. Rannsóknin náði til tveggja framsýnisáætlana: Ísland 2020 áætlunarinnar og eftirfylgnisaðgerð um framtíð menntunar sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir árið 2013. Gögnum var safnað á árunum 2017 og 2018 með rafrænni könnun og hálfopnum viðtölum og var ætlunin að kanna hvaða breytingar höfðu átt sér stað í starfsumhverfi þátttakenda á þeim tíma sem hafði liðið frá þátttöku þeirra í framsýnisáætlununum. Gögnin voru greind út frá menningarsögulegri starfsemiskenningu Engeströms og almennri kerfiskenningu. Rannsóknin leiddi í ljós að langtímaáhrif framsýnisáætlana mótast mjög af viðhorfi þátttakenda til framtíðarinnar og þekkingu þeirra og reynslu af framtíðafræðum og framtíðamiðaðri stefnumótun. Reynslumeiri þátttakendur gátu haft meiri kerfisleg áhrif í sínu starfsumhverfi sem jók líkurnar á að horft væri til framtíðar og langtímamarkmiða í stefnumótun. Niðurstöðurnar sýna mikilvægi þess að framsýnisáætlanir séu vandlega undirbúnar með tilliti til vals á þátttakendum, miðlun upplýsinga um markmið áætlana og fræðslu um tilgang og aðferðir framtíðafræða. Ennfremur þarf að tryggja að framsýnisáætlanir séu skipulagðar með kerfislega hegðun aðila innan menntakerfisins og hvernig þau bregðast á kerfislegan hátt við breytingum og nýjum upplýsingum.Niðurhal
Útgefið
2022-12-13
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar