Háskóli fyrir alla
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/serritnetla.2022.81Lykilorð:
háskólanám, inngildandi nám, nemendur með þroskahömlun, háskóli fyrir allaÚtdráttur
Undanfarna hálfa öld eða svo hafa fatlaðir nemendur öðlast aukinn rétt til náms samhliða viðurkenningu á að þeir eru ekki einungis hluti af samfélaginu heldur einnig þátttakendur í því. Lengst af hefur háskólanám aðallega verið fyrir þau sem lokið hafa stúdentsprófi og fólki með þroskahömlun eingöngu staðið til boða aðgreind fullorðinsfræðsla. Árið 2007 bauð Kennaraháskóli Íslands í fyrsta sinn upp á starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun. Um var að ræða svar við kröfu fólks með þroskahömlun um aukin tækifæri til náms. Tilgangur diplómunámsins var að veita fólki með þroskahömlun möguleika til fullgildrar samfélagsþátttöku. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, Kennaraháskólinn sameinast Háskóla Íslands undir formerkjum Menntavísindasviðs og 115 nemendur hafa brautskráðst úr náminu (haust 2022). Háskólanám fyrir fólk með þroskahömlun ögrar hugmyndum um háskólanám en gagnrýnisraddir hafa haldið því fram að með því að bjóða nemendum með þroskahömlun inn í skólann sé dregið úr gæðum hans. Í þessari grein skoðum við nánar þessa gagnrýni með því að svara eftirfarandi spurningum: (a) Hvað er góður háskóli? (b) Fyrir hverja er háskólinn? (c) Hvernig er inngildandi háskólanám? (d) Gengisfellir inngildandi menntun háskólanám? Höfundar komust að þeirri niðurstöðu að góður skóli þurfi að vera bæði góður í fræðum og gott samfélag. Háskóli Íslands þurfi því að gera það upp við sig fyrir hverja hann er og fyrir hvað hann stendur. Inngildandi háskólanám er vel framkvæmanlegt og jafnvel eftirsóknarvert en það gerir miklar kröfur um gæði náms og kennslu.Niðurhal
Útgefið
2022-12-13
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar