Framsækið skólastarf - vegvísar til framtíðar

Höfundar

  • Ingvar Sigurgeirsson

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2022.72

Lykilorð:

framsækin kennslufræði, prógressívismi, kennsluhættir, skólaþróun, nám á 21. öld

Útdráttur

Í þessari grein er leitast við að velja og lýsa nokkrum dæmum um nám og kennslu í anda framsækinnar kennslufræði (e. progressive education) í íslenskum grunnskólum. Dæmin eru sótt í vettvangsathuganir höfundar sem fylgst hefur með kennslu í vel á annað hundrað skólum undanfarna hálfa öld. Valin voru dæmi um nemendamiðað nám þar sem byggt hefur verið á fjölþættum markmiðum og áhersla lögð á þátttöku, sjálfstæði og ábyrgð nemenda, sköpun og samvinnu. Hér má nefna þegar nemendur fá að takast á við heildstæð, samþætt og merkingarbær viðfangsefni sem þeir taka til athugunar og kanna til nokkurrar hlítar. Efnið er sótt til bæði fámennra og fjölmennra skóla hér á landi, í dreifbýli og þéttbýli.

Skoðun höfundar er að framsækin kennslufræði eigi enn brýnt erindi við kennara og nemendur. Færð eru rök að því að mikill skyldleiki sé með áherslum hennar og þeim hugmyndum sem nú eru uppi í námskrám og alþjóðlegri stefnumörkun um kennsluhætti sem mikilvægt er talið að þróa til að undirbúa nemendur sem best fyrir líf og starf í samfélagi 21. aldar.

Um höfund (biography)

Ingvar Sigurgeirsson

Ingvar Sigurgeirsson (ingvar@hi.is) er fv. prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands en er nú sjálfstætt starfandi skólaráðgjafi. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1970, meistaragráðu frá Háskólanum í Sussex 1986 og doktorsgráðu frá sama skóla 1992. Rannsóknir Ingvars hafa einkum snúist um kennsluhætti, kennsluaðferðir, námsmat, heimanám og skólaþróun og nú á síðustu árum um teymiskennslu.

Niðurhal

Útgefið

2022-12-13

Tölublað

Kafli

Ritstýrðar greinar