Þróun leikskóla á Íslandi: Samtal við skrif Jóns Torfa Jónassonar
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/serritnetla.2022.71Lykilorð:
leikskóli, bóknámsrek, gæsla eða skóli, stefna, starfshættirÚtdráttur
Árið 2006 gaf dr. Jón Torfi Jónasson, prófessor út bókina Frá gæslu til skóla: Um þróun leikskóla á Íslandi. Þar greindi hann þróun leikskólastigsins frá mörgum ólíkum sjónarhornum, fjallaði m.a. um stöðugleika orðræðunnar um leikskóla og um hvað umræður og deilur um leikskólastarf snerust. Í ritinu er farið yfir sögu leikskólans á Íslandi, formleg umgjörð hans og starfshættir skoðuð sem og menntun leikskólakennara. Þá fjallaði höfundur sérstaklega um bæði bóknámsrek og kerfisrek í skólakerfinu. Í þessari grein verður litið til baka og nokkur þeirra álitaefna sem Jón Torfi veltir upp skoðuð nú 16 árum síðar. Spurt er: Hvað hefur gerst í málefnum leikskólans á hálfum öðrum áratug? Á hvaða vegferð er íslenski leikskólinn? Sjónum er annars vegar beint að ytri áhrifaþáttum, svo sem samfélagsbreytingum liðinna ára, breytingum á leikskólakennaramenntuninni og opinberri stefnumótun í málefnum leikskólans. Hins vegar er litið til innra starfs leikskólans og leitast við að greina þau áhrif sem stefnumótunin hefur haft eða ekki haft á starfshætti leikskólans. Fjallað er um leikskólann sem gæslu eða skóla og færð rök fyrir að í leikskólum fari fram hvort tveggja; nám og umönnun. Bóknámsrek í leikskólum landsins er til umfjöllunar og velt vöngum yfir ástæðum þess að samfellt nám barna hefur ekki orðið að veruleika. Loks eru þær breytingar sem orðið hafa á viðhorfum til barna í kjölfar Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins reifaðar. Notuð var skjalagreining og farið yfir opinber gögn um leikskólann á liðnum 16 árum. Meginniðurstaða greinarinnar er að sú þróun sem orðið hefur varðandi ytri umgjörð og innra starf íslenska leikskólans sé um margt til fyrirmyndar. Hins vegar virðast vera teikn á lofti um ósamræmi milli opinberrar stefnu og starfshátta sem benda til þess að huga þurfi betur að innleiðingu og eftirfylgni stefnumótunar.Niðurhal
Útgefið
2022-12-13
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar