Málleg samskipti starfsmanna við börn með íslensku sem annað mál og börn með íslensku sem móðurmál

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2022.1

Lykilorð:

orðaforði, málörvun, málleg tjáskipti, frjáls leikur, leikskóli, fjöltyngd börn

Útdráttur

Málþroski ungra barna eflist í samræmi við hversu góða málörvun þau fá. Fyrir leikskólabörn hér á landi sem nota ekki íslensku með fjölskyldu sinni (ísl2) er mikilvægt að nýta skóladaginn vel. Þar gefast hugsanlega einu tækifæri barnanna til að þróa íslenskufærni sína. Í erlendum rannsóknum hafa komið fram jákvæð tengsl á milli orðaforða barna og þess hversu mörg og fjölbreytileg orð leikskólakennarar nota í samtölum við börnin í frjálsum leik. Áhrifin verða mest hjá börnum sem nota ekki sama tungumál með fjölskyldu sinni og í skólanum og hjá börnum sem fá fátæklega málörvun heima. Þá hafa rannsóknir sýnt að gæði málörvunar leikskólakennara hefur forspárgildi um lesskilning barna þegar þau eru komin í grunnskóla. Í leikskólastarfi er sérstaklega gagnlegt að beina opnum spurningum til barna og ná þannig fram gagnkvæmum samtölum. Meginmarkmið rannsóknarinnar voru að bera saman orðræður starfsmanna í samtölum við fimm til sex ára ísl2 leikskólabörn og við jafnaldra með íslensku sem móðurmál (ísl1), meðan á frjálsum leik þeirra stóð. Þátttakendur voru fjórir starfsmenn, en tveir þeirra voru með leikskólakennaramenntun og einn leikskólaliði, ásamt þremur ísl2 börnum og 11 ísl1 börnum. Niðurstöður sýndu að hvert ísl2 barn fékk helmingi færri orð á mínútu, helmingi færri segðir, og jafnframt mun algengari orð en ísl1 börnin. Auk þess fengu ísl2 börnin engar opnar spurningar eða orðainnlagnir, sem aðeins mátti finna í samtölum við ísl1 börnin. Mikilvægt er að leikskólastarfsfólk rýni í samskipti sín við ísl2 börn, hvort þar felist tækifæri til framfara, þannig að börnin taki reglulegum framförum í íslensku.

Um höfund (biographies)

Sigríður Ólafsdóttir, Háskóli Íslands

Sigríður Ólafsdóttir (sol@hi.is) er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast einkum að málþroska og læsi, og þróun orðaforða og lesskilnings hjá börnum sem eiga íslensku sem annað tungumál.

Ástrós Þóra Valsdóttir

Ástrós Þóra Valsdóttir (astrosthora@gmail.com) lauk meistaragráðu árið 2021, á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, í leikskólakennarafræðum á kjörsviði máls og læsis. Hún starfar nú sem deildarstjóri við leikskólann Glaðheima.

Niðurhal

Útgefið

2022-04-19

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar