Um barnafræðslu í Strandasýslu og Húnavatnssýslu 1887-1905

Höfundar

  • Bragi Guðmundsson

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2021.11

Lykilorð:

sveitakennsla, heimiliskennsla, farkennsla, Strandasýsla, Húnavatnssýsla

Útdráttur

Rannsóknin sem hér er kynnt byggir aðallega á skýrslum sveitakennara í Strandasýslu og Húnavatnssýslu frá árunum 1887–1905. Í þeim eru dýrmætar upplýsingar um ungmenni sem nutu formlegrar fræðslu á þessum tíma.

Meðal niðurstaðna er að hlutfall barna sem fengu formlega fræðslu fór smám saman hækkandi en sýslurnar tvær voru samt vel undir landsmeðaltali þegar kom að hlutfallslegri skólasókn. Barnafræðslunni var misskipt. Minnst var hún norðan Steingrímsfjarðar, á austurströnd Hrútafjarðar og í ytri hluta Vindhælishrepps á Skaga. Allmikill munur var á milli sókna og/eða hreppa. Börn og systkini húsbænda voru 71% heildarinnar fræðsluárið 1894–1895 en fjölgaði í 78% áratug síðar. Hlutfall pilta og stúlkna var tiltölulega jafnt og aldursbil nemenda breitt.

Heimiliskennsla var ríkjandi fræðsluform og fá börn gengu til kennslu milli bæja. Kennslustaðir voru 70 veturinn 1894–1895 og 78 áratug síðar. Nokkrir vitnisburðir eru um hvernig komið var til móts við börn fátækra. Litlar upplýsingar eru um húsakynni og aðrar ytri aðstæður. Ekkert fast skólahús var við Húnaflóa uns heimavistarskólinn á Heydalsá tók til starfa 1897 og ekkert slíkt reis næsta áratuginn. Lítið er vitað um kennsluaðferðir. Sumir kennaranna lýsa utanbókarlærdómi og yfirheyrslum en einnig voru nemendur æfðir í að skrifa eftir upplestri. Námstími var yfirleitt skammur og áhersla á að kenna ófermdum börnum skyldunámsgreinarnar fjórar: lestur, kristinfræði, skrift og reikning, að viðbættri réttritun. Eldri nemendur lásu fleira, helst náttúrufræði, landafræði og dönsku. Byggðirnar við Húnaflóa stóðu höllum fæti í þróun uppfræðslu og skólamála miðað við það sem best gerðist annars staðar. Þar réð líklega mestu dreifð búseta en einnig mögulega efnalegar aðstæður og íhaldssöm viðhorf til skólagöngu.

Um höfund (biography)

Bragi Guðmundsson

Bragi Guðmundsson (bragi@unak.is) er prófessor í sagnfræði við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hann er með cand. mag.-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og nám til kennsluréttinda frá sama skóla. Hann er með leyfisbréf sem framhaldsskólakennari og þrettán ára starfsreynslu sem slíkur. Bragi hefur unnið að ytra mati á rúmlega tuttugu íslenskum framhaldsskólum. Rannsóknir hans á seinni árum hafa aðallega beinst að notkun grenndaraðferðar við kennslu og íslenskri skólasögu.

Niðurhal

Útgefið

2021-11-08

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar