Dagleg einkunnagjöf í íslenskum skólum

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270//netla.2020.13

Lykilorð:

Námsmat, símat, yfirheyrsluaðferð, lærði skóli, skólaröð

Útdráttur

Greinin fylgir eftir rannsókn Lofts Guttormssonar (2007) á svonefndum „daglegum einkunnagjöfum“ í íslenskum barnaskólum, sérstaklega í Reykjavík, áratugina kringum 1900. Samsvarandi einkunnagjöf í Lærða skólanum í Reykjavík, sem Loftur telur beina fyrirmynd barnaskólans í því efni, er athuguð með samanburði útgefinna heimilda við „vitnisburðarbók“ skólapilts 1885–1886. Lauslegur samanburður sýnir að framkvæmdin var svipuð í dönskum skólum og hinum íslensku, aðferðinni í báðum löndum beitt löngu eftir að hún var orðin hastarlega á skjön við viðtekna kennslufræði. Aðferðin fólst í að gefa nemanda talnaeinkunn fyrir frammistöðu sína í hverri kennslustund og hélst í hendur við „yfirheyrsluaðferð“ í kennslu, þ.e. að kennari setti fyrir og hlýddi yfir án þess að eyða tíma í útskýringar eða fræðslu. Eftir einkunnum var nemendum svo skipað í „skólaröð“ sem m.a. réð sætaskipan í skólastofunni. Í Lærða skólanum var þessi aðferð nokkuð umdeild en þó beitt – með ýmsum tilslökunum, misjöfnum eftir námsgreinum – uns hún var afnumin með breytingunni í menntaskóla 1904. Í barnaskólum fjaraði hún út um svipað leyti, svo treglega þó að 1908 sá nýskipaður fræðslumálastjóri ástæðu til að mæla skörulega gegn henni.

Um höfund (biography)

Helgi Skúli Kjartansson

Helgi Skúli Kjartansson (helgisk@hi.is) er sagnfræðingur, fyrrverandi prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands (áður Kennaraháskóla Íslands). Hann hefur í kennslu og rannsóknum m.a. fjallað um íslenska skólasögu, einkum á 20. öld. Helgi er afkomandi sr. Kjartans Helgasonar frá Birtingaholti.

Niðurhal

Útgefið

2020-12-31

Tölublað

Kafli

Ritstýrðar greinar