Sýrlenskir nemendur í íslenskum grunnskólum: Upplifun nemenda, foreldra og kennara

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2020.8

Lykilorð:

íslenskir grunnskólar, menntun, fjölmenning, flóttamenn

Útdráttur

Árið 2016 tók Ísland á móti hópi sýrlenskra kvótaflóttamanna í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Í þessari eigindlegu rannsókn er upplifun hluta þessa hóps, kennara hans og foreldra, af grunnskólanámi á Íslandi könnuð. Til gagnaöflunar voru notuð hálfstöðluð viðtöl. Þátttakendur voru alls sautján; foreldrar og börn úr þremur fjölskyldum og fimm kennarar, og voru tekin viðtöl einu sinni, vorið 2018. Einstaklingsviðtöl voru tekin við kennara og foreldra en hópviðtöl tekin við nemendur. Þemagreining var notuð við að greina gögnin. Niðurstöður eru kynntar undir þremur meginþemum: (1) Að skilja ný viðmið um nám og kennslu, (2) Hlutverk samskipta og ábyrgð, og (3) Er Ísland hluti af framtíðinni? Þemun þrjú eiga sér sameiginlegan þráð sem ræddur verður sérstaklega en það er menningarmunur sem birtist þó með ólíkum hætti í máli viðmælenda. Niðurstöður benda til þess að menningarleg gildi hafi haft áhrif á menntunarferlið sem varð til þess að samskipti heimilis og skóla urðu ómarkviss. Það leiddi meðal annars til þess að foreldrar báru ekki fullt traust til íslenskra skóla barna sinna. Kennara virtist skorta viðeigandi stuðning og þjálfun til að takast á við aðstæður þessa tiltekna nemendahóps. Þrátt fyrir þetta sögðust nemendur sjálfir vera ánægðir með skólann sinn og eiga í góðu sambandi við kennara sína

Um höfund (biographies)

Hermína Gunnþórsdóttir

Hermína Gunnþórsdóttir (hermina@unak.is) er prófessor við Háskólann á Akureyr i. Hún lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2014 og hefur starfað við leik-, grunnog framhaldsskóla. Helstu viðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum tengjast f élagslegu réttlæti í menntun, skóla og námi án aðgreiningar, fjölmenningu og me nntun, fötlunarfræði, menntastefnu og framkvæmd. Hermína er virk í norrænum og evrópskum samstarfsnetum um menntun án aðgreiningar, QUINT, norrænu öndvegissetri um gæði náms og ýmsum rannsóknarhópum á Íslandi og erlendis

Kheirie El Hariri

Kheirie El Hariri (kheirie.elhariri@gmail.com) útskrifaðist vorið 2019 með MApróf í félagsvísindum frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur kennt sýrlenskum flóttabörnum á grunnskólaaldri í Líbanon og leiðbeint kennurum við að takast á við kennslu nemenda með erfiðan og flókinn bakgrunn, t.d. nemendur með stöðu flóttafólks og lága efnahags- og félagslega stöðu.

Markus Meckl

Markus Meckl (markus@unak.is) holds a Ph.D. from Berlin Technical University where he studied at the Center for Research on Anti-Semitism. Since 2004, he has been working at the University of Akureyri where he is a professor in media studies. In recent years, one of his research interests has focused on immigration issues in the North of Iceland from which a series of articles has been published. Drawing on a broad range of experience, including teaching at the University of Latvia and the Latvian Academy of Culture, he is involved in immigration and integration-related projects in the Nordic and Baltic countries.

Niðurhal

Útgefið

2020-11-30

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)