Rafrænar ferilbækur sem leið að aukinni námsvitund. Starfendarannsókn í sjónlistum

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2020.7

Lykilorð:

rafrænar ferilbækur, sjónlistir, einstaklingsmiðun, ígrundun, námsvitund

Útdráttur

Hér er greint frá starfendarannsókn um þróun rafrænna ferilbóka í sjónlistum á unglingastigi sem fór fram skólaárið 2017–2018. Tilgangurinn var að efla nám með því að skapa sameiginlega sýn og samábyrgð nemenda og kennara og stuðla að aukinni einstaklingsmiðun. Innleiddar voru ferilbækur sem tilraun til þess að stuðla að fyrrnefndum þáttum. Markmiðið var að ég sem kennari lærði af eigin vinnu og mótaði starfshætti þar sem nemendum eru gefin aukin tækifæri til þess að takast á við námið á eigin forsendum. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með var: Hvernig má nota rafrænar ferilbækur til þess að auka einstaklingsmiðun í sjónlistakennslu? Gagnaöflun var margþætt og fólst í skráningum í rannsóknardagbók, samtölum í umræðuhópum nemenda og rýniviðtölum við úrtak úr nemendahópnum, rafrænni könnun meðal nemenda og mati á rafrænum ferilbókum þeirra. Niðurstöður benda til þess að rafrænar ferilbækur hafi haft margþættan ávinning, bæði fyrir nemendur mína og mig sem kennara. Þær reyndust vera leið til þess að auka einstaklingsmiðun í kennslu minni í sjónlistum og þær gáfu nemendum aukna yfirsýn á nám sitt. Einnig sýndu niðurstöður að ferilbækur voru vettvangur til ígrundunar þegar markvissum námsstuðningi var beitt. Rafrænar ferilbækur reyndust einnig vera leið til þess að veita mér sem kennara aukna yfirsýn á nám og framför nemenda.

Um höfund (biographies)

Sandra Rebekka Önnudóttir Arnarsdóttir

Sandra Rebekka Önnudóttir Arnarsdóttir (sandra.arnarsdottir@unak.is) er sjónlistakennari við Giljaskóla á Akureyri. Hún brautskráðist frá Háskóla Íslands árið 2011 með B.Ed.-gráðu í kennslu með áherslu á myndlist. Síðar lauk hún þriggja ára diplómunámi frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Sandra Rebekka lauk M.A.-gráðu árið 2014 með áherslu á sérkennslufræði. Hún hefur starfað sem sjónlistakennari síðan árið 2015 og sem stundakennari við Háskólann á Akureyri frá árinu 2017. Sandra Rebekka hefur einnig sinnt kennslu við Myndlistaskólann á Akureyri frá árinu 2016 sem og sinnt annarri kennslu. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölda listsýninga sem og haldið sínar eigin. Hennar helstu áherslur í starfi eru listkennsla, notkun skapandi aðferða og tækni í kennslu, réttur nemenda til lýðræðislegar þátttöku í eigin námi og réttur barna til náms.

Hermína Gunnþórsdóttir

Hermína Gunnþórsdóttir (hermina@unak.is) er prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún hefur B.A.-próf í íslensku og uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands, meistarapróf frá Kennaraháskóla Íslands (2003) og doktorspróf frá Háskóla Íslands (2014). Hún hefur starfað við leik-, grunn- og framhaldsskóla. Helstu viðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru skóli og nám án aðgreiningar, fjölmenning og nám, félagslegt réttlæti í menntun, fötlunarfræði, menntastefna og framkvæmd hennar.

Jórunn Elídóttir

Jórunn Elídóttir (je@unak.is) er dósent við kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Hún er leikskólakennari, lærði sérkennslufræði í Noregi (1983– 1988) og lauk doktorsprófi í sérkennslufræðum frá Worcester University 2002. Hún var á árum áður leikskólasérkennari, sérkennari og sérkennsluráðgjafi í grunnskólum. Kennslu- og rannsóknarsvið hennar eru skóli án aðgreiningar, sérkennslufræði, leikskólafræði og málefni er varða ættleidd börn.

Niðurhal

Útgefið

2020-10-09

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>