Viðhorf foreldra og opinber leikskólastefna

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2020.6

Lykilorð:

foreldrar, leikskólar, gæði, stefna

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á mat foreldra á gæðum leikskólastarfs í samhengi við menningarbundin viðhorf sem birtast í opinberri stefnu leikskóla. Jafnframt að skoða hvort marka mætti breytingar á viðhorfum foreldra á einum áratug. Einstaklings- og hópaviðtöl voru tekin við foreldra barna sem voru að ljúka leikskólagöngu sinni í þremur leikskólum í Reykjavík. Tíu árum áður höfðu sambærileg viðtöl verið tekin við foreldra í þeim sömu leikskólum. Viðhorf og gildi foreldranna eins og þau birtust í umræðum og frásögnum þeirra voru skoðuð í félags- og menningarlegu samhengi (Rogoff, 2003). Niðurstöðurnar sýna að viðhorf foreldranna til gæða leikskólastarfs eru í samræmi við opinbera stefnu leikskóla hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Þeir lögðu fyrst og fremst áherslu á að börnin lærðu samskipti og félagslega hæfni í leikskólanum. Leikur, óformlegt nám, umhyggja og persónuleg hæfni voru þeir þættir sem foreldrarnir töldu mikilvæga. Hugmyndafræði norrænnar leikskólahefðar hefur átt undir högg að sækja á undanförnum áratugum og hefur sums staðar mátt víkja fyrir bóknámsreki og áherslum á mælanlegan árangur. Þau sjónarmið virtust ekki hafa haft áhrif á viðhorf foreldranna.

Um höfund (biography)

Jóhanna Einarsdóttir

Jóhanna Einarsdóttir (joein@hi.is) er prófessor í menntunarfræðum ungra barna við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún er einnig heiðursdoktor við Háskólann í Oulu í Finnlandi. Hún hlaut viðurkenningu fyrir framlag sitt til rannsókna á menntun ungra barna frá University of Illinois árið 2018. Hún hefur stundað rannsóknir í leikog grunnskólum um árabil og ritað fjölda fræðigreina og bóka um efnið. Sérsvið hennar eru rannsóknir með börnum, samfella í námi barna og starfendarannsóknir. Hún er þátttakandi í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, bæði sem rannsakandi og ráðgjafi. Jóhanna situr í stjórn European Early Childhood Education Research Association.

Niðurhal

Útgefið

2020-10-09

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar