Söngleikur sem félagslegur vettvangur

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2020.5

Lykilorð:

söngleikur, leiklist, félagsfærni, listgreinar, óhefðbundið nám

Útdráttur

Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt: Annars vegar að skoða félagslegan ávinning söngleikjaþátttöku og mikilvægi söngleikjaforms sem óhefðbundins náms og hins vegar að skoða hvaða áhrif söngleikjaþátttaka hefur á félagskvíða hjá nemendum með frammistöðukvíða. Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem viðtöl voru tekin við unglinga í grunnskóla sem tóku þátt í söngleik. Þá voru dagbókarfærslur rannsakanda einnig hluti af gögnum sem og reynsla hans á vettvangi. Niðurstöður sýna að óhefðbundið nám í söngleiksuppfærslu er mikilvægur vettvangur til að efla félagsfærni nemenda. Jafnframt hefur söngleikjaþátttaka góð áhrif á félagskvíða og eflir samskiptafærni nemenda. Þá sýndu niðurstöðurnar að söngleikur er mikilvægur vettvangur fyrir nemendur til að kynnast og losa um hömlur. Jafnframt hefur þátttakan jákvæð áhrif á félagsfærni og minnkar félagskvíða en margir nemendur upplifðu aukið öryggi í félagslegum samskiptum í gegnum söngleikjaferlið. Niðurstöðurnar eru mikilvægar til að sýna fram á hversu nauðsynlegt er að efla óhefðbundið nám og listgreinar og til að styrkja félagsfærni og sjálfstraust nemenda. Jafnframt skipta þær máli til að hjálpa félagskvíðnum nemendum þar sem félagskvíði byggir meðal annars á félagslegri fullkomnunaráráttu sem lýsir sér helst á þann veg að nemendur eru hræddir við að gera „samskiptamistök“. Söngleikur, þar sem eiga sér stað mikil samskipti, er því gagnlegur jafnt sem krefjandi vettvangur fyrir þá félagskvíðnu.

Um höfund (biographies)

Rannveig Björk Þorkelsdóttir

Rannveig Björk Þorkelsdóttir (rbth@hi.is) er dósent í leiklist við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi frá Kennaradeild Norska tækni- og vísindaháskólans (NTNU) í Þrándheimi 2016 þar sem hún skrifaði um innleiðingu leiklistar í grunnskóla á Íslandi. Rannsóknarsvið hennar tengist meðal annars listkennslu og leiklist.

Sólveig Þórðardóttir

Sólveig Þórðardóttir (solveig.thordardottir@rvkskolar.is) útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2019 með M.Ed.- gráðu í grunnskólakennarafræði með áherslu á leiklist og tónlist í skólastarfi. Hún starfar sem leiklistarkennari í Reykjavík.

Niðurhal

Útgefið

2020-09-02

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar