Tvímælis: Heimspeki menntunar og skólakerfi nútímans

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2019.70

Lykilorð:

heimspeki menntunar, skólakerfi nútímans, námskrárfræði

Útdráttur

Þetta rit er inngangur að heimspeki menntunar. Það inniheldur gagnrýna umfjöllun um hugmyndir sem stundum er gengið að sem gefnum þegar rætt er um skólamál. Þetta eru einkum hugmyndir í þá veru að: Þau sem gera námskrár fyrir skóla þurfi að velja milli þess að leggja áherslu á námsgreinar og þess að hafa barnið í brennidepli eða bæta samfélagið; skólar eigi að þjóna þörfum nemenda sinna eða hagsmunum atvinnulífsins; hægt sé að skipuleggja nám og kennslu sem sókn að námsmarkmiðum eða hæfniviðmiðum; stjórnvöld geti bætt skóla með fyrirmælum að ofan eða með því að skapa hagræna hvata; aukin skólaganga bæti efnahag samfélagsins.

Í bókinni eru tólf kaflar og hver þeirra lýsir hugtakalegum ógöngum eða rökum sem vísa í ólíkar áttir. Fyrstu fimm kaflarnir sem og kaflar númer níu og tíu fjalla um efni sem liggja á mörkum heimspeki og námskrárfræða. Kaflar númer sex til átta og kafli ellefu snúast um efni á mörkum menntavísinda og stjórnmálaheimspeki. Tólfti og síðasti kaflinn fjallar um fagmennsku kennara.

Hverjum kafla lýkur með spurningum fyrir lesanda. Flestar þessar spurningar snúast um tilgang skóla, skólastefnu og stjórn menntakerfa. Þótt fæstum þeirra sé beinlínis svarað er rökstutt að hugsunarleysi um þær ali af sér afglöp í stjórn og uppbyggingu skólakerfisins

Um höfund (biography)

Atli Harðarson

Atli Harðarson (atlivh@hi.is) er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur ritað bækur og greinar um heimspeki, bókmenntir og námskrárfræði.

Niðurhal

Útgefið

2020-03-18