Margbrotið hlutverk leiklistarkennarans í kennslu leiklistar í tengslum við innleiðingu á leiklist

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2019.20

Lykilorð:

leiklist, listkennsla, listmenntun, innleiðing, aðalnámskrá, starfshættir

Útdráttur

Viðfangsefni þessarar greinar er að varpa ljósi á og dýpka skilning á leiklistarkennslu í grunnskóla við innleiðingu leiklistar sem fags. Greinin byggist á doktorsritgerð höfundar frá árinu 2016. Bakgrunnur doktorsverkefnisins er sá að árið 2013 kom út ný aðalnámskrá grunnskóla fyrir tiltekin greinasvið og var leiklist þá skilgreind sem sérstakt listfag í fyrsta skipti. Viðfangsefni og rannsóknarspurning verkefnisins var eftirfarandi: Hvernig er staðið að innleiðingu leiklistar í grunnskólum á Íslandi? Rannso?knin var byggð a? eigindlegri rannso?knarhefð og fellur undir etno?grafi?ska rannso?kn á grunni félags- og menningarkenninga. Markmið etnógrafíunnar er að leitast við að skoða og skilja sjónarhorn þeirra sem rannsakaðir eru. Veturinn 2013– 2014 heimsótti ég tvo skóla í Reykjavík, Brekkuskóla (5. bekkur) og Fjallaskóla (6. bekkur), og fylgdist þar með tveimur kennurum kenna leiklist. Niðurstöðurnar eru kynntar með menningarlegu portretti, þykkum lýsingum og í gegnum narratívu. Kenningar Stephen Kemmis og Peter Grootenboer „practice architectures“ eru hafðar að leiðarljósi í rannsóknarvinnunni. Ég grandskoðaði menningu skólanna með tilliti til kenninga Stephen Kemmis um arkitektúr og vistfræði starfshátta. Niðurstöður rannsóknarinnar kalla á breytingar í faglegri þróun leiklistarkennarans. Enn fremur kallar rannsóknin á endurskilgreiningu leiða til að styðja starfsþróun leiklistarkennarans og breyta kennsluháttum hans, nemendum til góða.

Um höfund (biography)

Rannveig Björk Þorkelsdóttir

Rannveig Björk Þorkelsdóttir (rbth@hi.is) er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.Ed.-prófi frá Háskóla Íslands árið 2003 og MA.-prófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá sama skóla árið 2009 og MA.-prófi í hagnýtri menningarmiðlun frá sagfræði- og heimspekideild árið 2012. Hún lauk doktorsprófi frá Kennaradeild Norska tækni- og vísindaháskólans, (NTNU) í Þrándheimi 2016 þar sem hún skrifaði um innleiðingu leiklistar í grunnskóla á Íslandi. Rannsóknarsvið hennar tengist meðal annars listkennslu og leiklist.

Niðurhal

Útgefið

2018-02-04