„Bara ekki mínar týpur!“ Sjálfsmyndarsköpun, félagsleg aðgreining og framhaldsskólaval

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2019.13

Lykilorð:

framhaldsskóli, skólaval, nemendur, sjálfsmyndarsköpun, stétt, skóli án aðgreiningar, Bourdieu

Útdráttur

Á síðustu áratugum hefur töluvert verið rætt um skólavalsstefnur, þar sem árangur á afmörkuðu sviði ræður alfarið aðgengi nemenda að bóknámsbrautum í tilteknum skólum. Skólinn hefur á síðustu áratugum orðið mikilvægur liður í félags- og menningarlegri aðgreiningu milli hópa samfara auknu aðgengi að framhaldsskóla, vaxandi samkeppni og stéttaskiptingu í samfélögum. Allir geta nú sótt framhaldsskóla en ekki hvaða framhaldsskóla sem er. Í rannsókninni er byggt á hugtökum Bourdieu um samspil veruháttar, vettvangs og auðs þegar rætt er um stéttarstöðu, sjálfsmynd og aðgreiningu og hvernig val nemenda á námi til stúdentsprófs mótast af þessu samspili. Hér er sjónum beint að framhaldsskólavali bóknámsnemenda á höfuðborgarsvæðinu; hvernig þeir skilgreina skólana í hinu félagslega stigveldi. Sérstök áhersla er á að skoða val og gildi nemenda með veruhátt rótgróinnar millistéttar, sem samkvæmt Bourdieu er talinn samsvara best menningu og áherslum hefðbundins bóknáms.

Tekin voru viðtöl við 19 nemendur sem töldust ná góðum árangri í sínum skóla og voru á fjórða námsári. Skólarnir fjórir voru valdir út frá háu eða lágu höfnunarhlutfalli við inntöku nemenda á síðustu fimm árum. Ljóst er á orðum viðmælenda að skólaval er mikilvægur farvegur sjálfsmyndarsköpunar og aðgreiningar. Hjá þeim sem eiga sér menntauppruna aftur í ættir kemur skýrast fram að það er ekki aðeins vilji nemenda eða einlægur áhugi sem stýrir valinu heldur einnig þrýstingur frá fjölskyldumeðlimum og óorðaðar væntingar frá samferðafólki sem eiga þátt í þessu ferli. Ástæður vals eru oft óljósar þangað til hefðbundnum valmöguleikum er ógnað. Það er ekki fyrr en nemendur af rótgróinni millistétt fara út fyrir upprunavettvang sinn sem þeir upplifa misgengi milli veruháttar og vettvangs. Meðvitund um forréttindi, félagslegan ójöfnuð og stéttastöðu er almennt takmörkuð en skapaðist hjá þeim tveimur nemendum úr rótgróinni millistétt sem höfðu farið út fyrir upprunavettvang sinn.

Um höfund (biographies)

Berglind Rós Magnúsdóttir

Berglind Rós Magnúsdóttir (brm@hi.is) er dósent í menntunarfræðum á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi 2014 frá Cambridge-háskóla í Bretlandi, MA-prófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá HÍ árið 2003 og kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands 1998. Hún hefur m.a. starfað sem grunnskólakennari, jafnréttisfulltrúi HÍ og ráðgjafi ráðherra í menntamálum. Hún stýrir nokkrum rannsóknarverkefnum sem byggjast á gagnrýnum kenningum og fjalla um félagslegt réttlæti í skólastarfi. Sérstök áhersla er á að varpa ljósi á félagslega aðgreiningu í menntakerfinu og hvernig stétt, kyngervi, uppruni, búseta og sértækar menntunarþarfir spila þar saman.

Unnur Edda Garðarsdóttir

Unnur Edda Garðarsdóttir (ueg1@hi.is) is an adjunct lecturer and assistant researcher at the School of Education and School of Social Sciences, University of Iceland. She completed her MA in anthropology in 2016 and a diploma in upper secondary school teaching in 2017. Her research interests are in radical politics and critical educational research.

Niðurhal

Útgefið

2020-02-03