Kennsluhættir speglaðir í ljósi sjálfræðis: Virðing, ábyrgð og traust

Höfundar

  • Hafdís Ingvarsdóttir

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2019.3

Lykilorð:

aðalnámskrá, kennsluhættir, nemendasjálfræði, kennarasjálfræði

Útdráttur

Alla síðustu öld og fram á þennan dag hafa fræðimenn bent á mikilvægi þess að skólastarf byggist á lýðræði og félagslegu réttlæti. Margar leiðir hafa verið nefndar að slíkum markmiðum en þetta hefur reynst hægara sagt en gert. Hugmyndin um sjálfræði kennara og nemenda er eitt af því sem talið hefur verið að gegni mikilvægu hlutverki við að efla félagslegt réttlæti. Hér verða kennsluhættir skoðaðir í ljósi kenninga um sjálfræði í starfsháttum í námi og kennslu. Markmiðið var að kanna með vettvangsathugunum hvort og þá hvernig kennarar stuðluðu að sjálfræði með starfsháttum sínum. Sjálfræði kennara og nemenda og undirliggjandi gildi þess, virðing, ábyrgð og traust, eru skilgreind sem ein forsenda félagslegt réttlætis í námi og kennslu. Gögnin sem lögð eru til grundvallar eru vettvangsathuganir úr 130 kennslustundum í framhaldsskólum. Notuð var aðleiðsla við greiningu gagnanna og komu þá fram fimm flokkar: Miðstýrð kennsla, prófastýring, viðleitni og virkni, í átt til sjálfræðis og loks nemendasjálfræði í verki. Sýnd eru dæmi úr hverjum flokki, þau skýrð og rædd. Niðurstaðan gefur ákveðna vísbendingu um að þrátt fyrir frjálslynda námskrá og mikið formlegt frelsi sem skólarnir hafa til að móta starfshætti hafi kennsluhættir í anda sjálfræðis almennt ekki náð að festa rætur.

Um höfund (biography)

Hafdís Ingvarsdóttir

Hafdís Ingvarsdóttir (hei@hi.is) er professor emeritus. Hún lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla. Hún er með meistaragráðu í kennslufræði frá Háskólanum í Reading í Englandi með áherslu á tungumálanám og kennslu og doktorspróf í menntunarfræði frá sama skóla. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að framhaldsskólanum, starfskenningum kennara og starfþroska þeirra. Hún hefur einnig stundað rannsóknir á sviði tungumálanáms og -kennslu og hefur nýlokið langtímarannsókn á stöðu ensku á Íslandi.

Niðurhal

Útgefið

2020-02-03