Samvinna framhaldsskólanemenda: Liður í lærdómi til lýðræðis
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/serritnetla.2019.10Lykilorð:
samvinna/samstarf, lýðræðislegir starfshættir, hópvinna, samvinnunám, framhaldsskóliÚtdráttur
Lýðræði í skólastarfi hefur borið hátt í alþjóðlegri umræðu um og eftir síðustu aldamót í kjölfar verkefna Evrópuráðsins og Evrópusambandsins um lýðræði í menntun og borgaravitund. Áhrifa þeirra gætir í íslenskum aðalnámskrám frá 2011. Í aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 segir meðal annars að starfshættir skólanna skuli mótast af lýðræðislegu samstarfi. Samvinna nemenda um lausn viðfangsefna námsins er einn af lykilþáttum lýðræðislegra náms- og kennsluhátta. Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á tíðni, umfang og skipulag samvinnu framhaldsskólanemenda í kennslustundum og viðhorf nemenda til hennar. Byggt er á vettvangslýsingum á 130 kennslustundum (167 klukkustundum) í níu framhaldsskólum og viðtölum við 17 nemeßndahópa úr rannsókninni Starfshættir í framhaldsskólum. Gögn voru greind í ljósi fjölþjóðlegrar stefnumörkunar og námskrár þar sem lögð er áhersla á lýðræðislegt samstarf. Niðurstöður um tíðni leiddu í ljós að einhvers konar samvinna fór fram í 47 kennslustundum (af 130 stundum) eða 36% heildarstundanna. Við athugun á umfangi kom fram að samvinna átti sér stað í 17% heildarkennslutímans (fjöldi mínútna talinn). Allnokkur munur kom fram milli skóla og námsgreina. Í einum skólanna var um 34% heildartímans varið í samvinnu en aðeins um 3% tímans í öðrum. Meiri tíma var varið í samvinnu í íslensku og erlendum tungumálum en í öðrum námsgreinaflokkum. Ekki kom fram munur á umfangi samvinnu milli byrjendaáfanga og framhaldsáfanga. Nemendafjöldi í námshópi eða uppröðun húsgagna virtist ekki skipta meginmáli í þessum efnum. Við greiningu á skipulagi voru skilgreindir þrír flokkar samstarfs: a) Hópvinna eða samvinnunám skipulagt af kennara og nemendur unnu síðan að lausn viðfangsefnis sameiginlega í einstökum hópum (59% heildartímans sem fór í samvinnu); b) Hópvinna sem kennari sagði fyrir um, en nemendur í einstökum hópum skiptu með sér verkum og unnu síðan að mestu einslega (25%); c) Valfrjáls hópvinna þar sem kennari sagði að nemendur mættu vinna saman í hópum og meirihluti nemenda kaus að gera það (16%). Jafnframt var sjónum beint að hópskipan, hlutverki í hópi, hópstærð og markmiðssetningu. Viðhorfum nemenda til samvinnu er fléttað inn í umfjöllunina.Niðurhal
Útgefið
2020-02-03
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar