Leikur að möguleikum Umbótastarf í Grunnskólanum á Bakkafirði

Höfundar

  • Ingvar Sigurgeirsson
  • María Guðmundsdóttir
  • Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir

Útdráttur

Í skólanum á Bakkafirði, með 1. til 10. bekk í örsmáu sjávarþorpi á Norðausturlandi, hafa kennarar gengið lengra en flestir kennarar annarra grunnskóla í þá átt að leyfa nemendum að taka ábyrgð á eigin námi. Í íslensku og stærðfræði vinna elstu nemendur skólans eftir einstaklingsbundnum áætlunum sem þeir eiga sjálfir þátt í að móta. Í samfélagsgreinum og náttúrufræði fást þeir við fjölbreytt og sjálfstæð viðfangsefni, ýmist einir eða fleiri saman. Nemendur ráða viðfangsefnum sínum og efnistökum að mestu og stundum alveg. Áhugi nemenda hefur verið mikill og farið fram úr björtustu vonum. Sama máli gegnir um þátttöku þeirra í mótun verkefna. Í mörgum tilvikum ákveða nemendur að tengja viðfangsefnin miðlun og skapandi vinnu með lifandi flutningi, myndrænni tjáningu, leikþáttum, kvikmyndagerð og sýningum. Nemendur fá að sinna þessum verkefnum ellefu kennslustundir á viku eða um þriðjung skólatímans. Nemendur og kennarar skiptast á um að velja þemu eða viðfangsefni. Kennarar völdu fyrsta viðfangsefnið, Eldgos og jarðskjálftar, en nemendur réðu efnistökum og fengust við fjölbreytilegar athuganir á jarðfræði í fjórar vikur. Dæmi um önnur efni eru Sykursýki, Líf sjómanna, Mangateiknimyndasögur, Saga tölvunnar, Hæstu byggingar heims, Tískuhönnun, Kettir, Vampírur, Steinasöfnun, Íslenski hesturinn, Neanderdalsmaðurinn, Kleópatra, Leonardo da Vinci og Bermudaþríhyrningurinn, svo fáein verkefni séu nefnd. Til að marka lok þessarar vinnu komu foreldrar, systkini og aðrir úr heimabyggðinni til að taka þátt í opnu húsi þar sem nemendur greindu frá niðurstöðum, fluttu leikrit, sýndu myndirnar sínar og lögðu fram veggspjöld og sýningar. Í greininni er sagt frá aðdraganda þessara kennsluhátta og gefin dæmi um verkefni sem nemendur hafa valið að fást við.

Um höfund (biographies)

Ingvar Sigurgeirsson

Ingvar Sigurgeirsson (ingvar@hi.is) er prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands.

María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir (maria@langanesbyggd.is) er skólastjóri Grunnskólans á Bakkafirði

Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir

Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir (bylgja@langanesbyggd.is) er leiðbeinandi við skólann. 

Niðurhal

Útgefið

2016-12-04

Tölublað

Kafli

Ritstýrðar greinar