Hugleiðingar um heildstæða menntastefnu

Höfundar

  • Kolbrún Pálsdóttir

Útdráttur

Hér er hvatt til þess að litið sé heildstætt á menntun og að mótuð verði menntastefna sem horfi einnig til þess mikilvæga starfs sem unnið er á sviði tómstundaog félagsmála. Kveikjan að þessari grein var lestur höfundar á bókinni Leading educational change: Global issues, challenges and lessons on whole-system reform sem kom út hjá Teachers College Press árið 2013. Í þeirri bók er fjallað um mikilvæg álitamál er lúta að þróun menntakerfa, svo sem alþjóðlegan samanburð, miðlun og hagnýtingu þekkingar, fagmennsku, gæði og mat á skólastarfi og þróun lærdómssamfélaga. Höfundur tengir efni bókarinnar við umfjöllun íslenskra fræðimanna um opinbera menntastefnu. Um árabil hafa heimspekingar varað við of mikilli tæknihyggju í menntamálum. Ný stefna, með það markmið að efla samfélags- og einstaklingsgildi menntunar, var kynnt árið 2011 en enn heyrast gagnrýniraddir um tæknihyggju og nýfrjálshyggju í menntastefnu. Áherslan á sex grunnþætti menntunar – læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð, og sköpun – virðist hins vegar hafa hvatt til ígrundunar og þróunar skólastarfs og stuðlað að aukinni sam- þættingu í námi. Meginniðurstöður eru þær að heildstæðar rannsóknir á innleið- ingu opinberrar menntastefnu skortir á Íslandi. Framkvæmd hennar er flókið ferli sem krefst þátttöku aðila úr mörgum áttum, ekki eingöngu skólafólks, heldur stjórnenda og fagfólks almennt á sviði uppeldis, mennta og tómstunda, foreldra og ekki síst nemenda. Lykilatriði er að efla samvinnu á milli fagfólks sem vinnur að uppeldi og menntun, og að tryggja að raddir nemenda og foreldra þeirra hafi áhrif á skóla- og frístundastarf. Hér er kallað eftir skýrari umræðu um það hver séu og eigi að vera markmið menntunar. Fagfólk á vettvangi sem og yfirvöld menntamála verða ávallt að sýna viðfangsefninu ákveðið lítillæti, viðurkenna eigin takmarkaða þekkingu, fagna samvinnu og nota þau tækifæri sem gefast til að bæta og fegra samfélagið. 

Um höfund (biography)

Kolbrún Pálsdóttir

Kolbrún Þ. Pálsdóttir (kolbrunp@hi.is) er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

2016-12-04

Tölublað

Kafli

Ritstýrðar greinar