Skoðanir, siðferði, samfélag - Enn um gagnrýna hugsun

Höfundar

  • Henry Alexander Henrysson

Lykilorð:

gagnrýnin hugsun, siðfræði, menntun, rökhugsun, skynsemi

Útdráttur

Skortur á gagnrýninni hugsun hefur verið mikið í umræðunni í íslensku samfélagi undanfarin ár. Sú umræða hefur meðal annars náð inn í nýja aðalnámskrá. Skilningur á þessu hugtaki virðist þó ekki hafa aukist í jöfnu hlutfalli við aukna umræðu. Jákvæðri og skapandi hugsun er jafnvel teflt fram sem nauðsynlegu mótvægi við gagnrýna hugsun. Í þessari grein er leitast við að lýsa mismunandi túlkunum á hugtakinu með því að svara þeirri spurningu hvort gagnrýnin hugsun sé ekki einmitt jákvæð, skapandi og uppbyggileg.
Í greininni eru rök færð fyrir því að rétt breytni fremur en rökleikni sé raunverulegt markmið með beitingu gagnrýninnar hugsunar. Ennfremur er bent á leiðir til þess að þjálfa nemendur í þessari gerð hugsunar. Þá er útskýrt hvers vegna slík þjálfun hjálpi nemendum að byggja upp eigin skoðanir fremur en að láta þá beita gagnrýninni hugsun til þess að rífa niður skoðanir annarra. Loks er reynt að draga upp mynd af því hvernig gagnrýni á að hvetja okkur til að njóta ábyrgðar okkar sem hugsandi verur. 

Um höfund (biography)

Henry Alexander Henrysson

Henry Alexander Henrysson (hah@hi.is) lauk doktorsprófi í heimspeki frá Háskólanum í Reading, Englandi, árið 2007. Helstu rannsóknarsvið hans eru rökhyggja nýaldar, aristótelísk markhyggja og náttúrulagakenningar í siðfræði. Henry er stundakennari í heimspeki og verkefnisstjóri hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hann stjórnað verkefni sem miðar að því að efla kennslu í gagnrýninni hugsun og siðfræði í skólum á Íslandi.

Niðurhal

Útgefið

2016-12-03

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar