Skóli gegn skólakerfi - Um baráttu Menntaskólans á Akureyri gegn nýmælum fræðslulaganna 1946

Höfundar

  • Helgi Skúli Kjartansson

Lykilorð:

Menntaskólinn á Akureyri, gagnfræðastigið eftir 1946, sjálfræði skóla, stjórnsýsla menntamála

Útdráttur

Greinin fjallar um tilurð og sögu miðskóladeildar Menntaskólans á Akureyri (1948–1964). Um hana hefur áður verið ritað frá sjónarmiði stofnanasögu, bæði Menntaskólans og keppinautar hans, Gagnfræðaskóla Akureyrar, og þá mjög sem persónusögu skólastjórnendanna. Hér verður þess freistað að líta á atburði úr meiri fjarlægð, túlka hagsmuni skólanna tveggja og nemenda þeirra í tengslum við þróun gagnfræðastigsins og nýtt skólakerfi samkvæmt fræðslulögum frá 1946. Þar fékk gagnfræðastigið nýtt og aukið vægi en þrengt var að sjálfræði menntaskóla um inntöku nemenda. Í greininni er farið ítarlega yfir rás atburða, sagt frá ríkum hagsmunum sem þarna var tekist á um og gerð grein fyrir röksemdum aðila. Bent er á ógagnsæi í framkvæmd, því lýst hvernig ákvarðanataka féll í persónubundna og ósamkvæma farvegi, og dregið fram eftirtektarvert sjálfræði sem skólarnir tveir fengu að njóta þegar upp var staðið. Jafnframt gefst í greininni tilefni til að tengja söguefnið við viss atriði sem enn eru til umræðu í menntamálum: hvort sé betra samræmt skólakerfi eða ólíkir valkostir, hvort sjálfræði einstakra skóla hæfi betur einkaskólum en opinberum skólum, hvort gott sé að stytta röskum nemendum leið um skólakerfið og hvort gott sé að eftirsóttir skólar geti valið úr nemendum.

Um höfund (biography)

Helgi Skúli Kjartansson

Helgi Skúli Kjartansson (hsk@hi.is) er prófessor í sagnfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann lauk BAprófi í íslensku og sagnfræði 1971, kennsluréttindaprófi 1974 og cand.mag.prófi í sagnfræði 1976, allt frá Háskóla Íslands. Hann hefur frá 1985 kennt sögu og skólasögu við Kennaraháskóla Íslands, nú Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru einkum á sögu og skólasögu Íslands eftir 1870, einnig á fyrri skeiðum Íslandssögunnar, íslenskri tungu og bókmenntum.

Niðurhal

Útgefið

2016-12-03

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar