Hvílík snilld! - Íslenskt íþróttamálfar í fjölmiðlum og einkenni þess

Höfundar

  • Guðmundur Sæmundsson
  • Sigurður Konráðsson

Lykilorð:

íþróttamálfar, íþróttamálsnið, geðshræringar í málfari, ýkjur í málfari, nýjungar í máli, íþróttamyndmál, íþróttafréttamennska

Útdráttur

Mikill fjöldi ungs fólk fylgist með og/eða tekur þátt í skipulögðum íþróttum. Sé litið til umfjöllunar allra fjölmiðlategunda um íþróttir má gera ráð fyrir að málfar þeirra hafi veruleg áhrif á málfar ungs fólks eins og það birtist í skólastarfi. Kennarar geta því haft verulegt gagn af því að skilja og notfæra sér einkenni og kosti íþróttamálfars í samskiptum sínum við nemendur og verið á varðbergi sé um einhverja ókosti að ræða. Í greininni er málfar um íþróttir í fjölmiðlum rannsakað með eftirfarandi rannsóknarspurningu að leiðarljósi: Hvað einkennir íslenskt íþróttamálfar í fjölmiðlum? Notuð er orðræðu og textagreining en einnig leitað fanga í fræðigreinum eins og stílfræði, málsálarfræðum og félagsmálfræði. Unnið var úr efni úr prentmiðlum og útvarpi (hljóðvarpi og sjónvarpi) frá árinu 2008, auk viðbótargagna úr vefmiðlum frá árinu 2012. Þrír flokkar einkenna fundust, auk fyndni sem líta má á sem eins konar yfireinkenni. Fyrsti flokkurinn er ýkt orðafar, sem greinist í ýkjur og afdráttarleysi, hástigsnotkun og hástigsmerkingu, og tvöfaldar eða viðbættar ýkjur. Annar flokkurinn er nýjungar í máli, sem skiptist í nýyrði, ný orðatiltæki, nýmerkingar og nýjungar í málfræði. Þriðji flokkurinn fjallar um skáldmál, þar á meðal stuðla, rím og orðaleiki, auk vísana í bókmenntir; aðrar íþróttir; átök – meðal annars hermennsku, afbrot og aftökur; samskipti; umferð og tæki; og loks náttúru. 

Um höfund (biographies)

Guðmundur Sæmundsson

Um höfunda Guðmundur Sæmundsson (gsaem@hi.is) er aðjunkt í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann sinnir einkum kennslu í akademískri ritun, aðferðafræði og kennslufræði við Íþrótta og heilsubraut, Laugarvatni. Rannsóknarsvið hans eru aðallega orðræða um íþróttir í bókmenntum og fjölmiðlum og íþróttamálfar.

Sigurður Konráðsson

Sigurður Konráðsson (sigkon@hi.is) er prófessor í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann sinnir kennslu í íslensku, einkum íslenskri málfræði og málvísindum við Kennarabraut. Rannsóknarsvið hans eru fyrst og fremst íslensk málvísindi og íslenskukennsla.

Niðurhal

Útgefið

2016-12-03

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar