Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana

Höfundar

  • Anna Þóra Baldursdóttir
  • Sigríður Margrét Sigurðardóttir

Lykilorð:

Meistaranám, skólastjóri, skólastjórnun, forysta, starfsþróun

Útdráttur

Í greininni er sagt frá rannsókn á viðhorfi og reynslu skólastjóra sem brautskráðst hafaúr meistaranámi í skólastjórnun við kennaradeild Háskólans á Akureyri og þeim áhrifumsem þeir telja að námið hafi haft á þá og störf þeirra á vettvangi. Gögnum var safnað meðhálfstöðluðum viðtölum við 14 skólastjóra í leik- og grunnskólum. Niðurstöður benda tilþess að meistaranámið hafi haft mikið gildi fyrir viðmælendur og eflt þá sem skólastjóra.Viðmælendur sögðu að námið hefði aukið faglegt sjálfstraust þeirra, fræðilega þekkingu,ígrundun og virkni í starfi. Þeir töldu að námið hefði leitt til breytinga á stjórnunarháttumog eflt leiðtogafærni þeirra. Þeir töldu sig einnig leggja meiri áherslu á kennslufræðilegaforystu og að nýta mannauð skólans betur en áður. Jafnframt hefði námið styrkt þá viðað byggja upp sýn og stefnu og vinna að þróun og breytingum. Þeir töldu sig færari í aðleita sér bjarga og finna verkfæri sem gagnast þeim í starfi. Þó kallaði nokkur hópur eftirhagnýtari viðfangsefnum, sérstaklega þeim sem tengdust rekstri og mannauðsstjórnun.Niðurstöður sýndu jafnframt að það sem einum fannst hagnýtt taldi annar síður hagnýttog virtist það að einhverju leyti fara eftir fyrri reynslu, áhuga og viðfangsefnum í námi ogstarfi. Þessar niðurstöður ríma í meginatriðum við niðurstöður erlendra rannsókna semgefur tilefni til að ætla að framhaldsnám fyrir skólastjórnendur sé mikilvægt veganesti fyrirskólastjóra.

Um höfund (biographies)

Anna Þóra Baldursdóttir

Anna Þóra Baldursdóttir (anna@unak.is) er lektor við kennaradeild Háskólans áAkureyri. Hún lauk fil.kand.-prófi í félagsfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1987 og hefur leyfisbréf í grunn- og framhaldsskóla og kennslureynslu í framhaldsskóla.Hún lauk M.Ed.-prófi í uppeldis- og kennslufræði með áherslu á stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands 2001. Helstu rannsóknarviðfangsefni eru forysta, kulnun ístarfi kennara, faglegt sjálfstraust kennara og starfsþróun.

Sigríður Margrét Sigurðardóttir

Sigríður Margrét Sigurðardóttir (sigridurs@unak.is) er lektor við kennaradeildHáskólans á Akureyri. Hún útskrifaðist í grunnskólakennarafræðum frá Det Nödvendige Seminarium í Danmörku 1998. Hún hefur leyfisbréf til kennslu á leik- og grunnskólastigi og reynslu úr grunnskóla sem kennari og skólastjóri. Árið 2009 auk hún M.Ed.-gráðu í menntunarfræði með áherslu á stjórnun skólastofnana fráHáskólanum á Akureyri. Helstu rannsóknarviðfangsefni eru á sviði forystu, skólastjórnunar,skólaþróunar og starfsþróunar.

Niðurhal

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)