„Faggi, tappi, lessa, feit eða heit“ Orðtíðni framhaldsskólanema um staðalmyndir kynhneigðar og kyngervis

Höfundar

  • Jón Ingvar Kjaran

Lykilorð:

kynjakerfið, karlmennska, kvenleiki, gagnkynhneigðarhyggja, framhaldsskólinn

Útdráttur

Greinin fjallar um viðhorf framhaldsskólanema til staðalmynda á borð við útlit, kyngervi og kynhneigð. Til að skyggnast inn í hugmyndaheim þeirra var lögð megindleg myndakönnun fyrir 238 þátttakendur í tveimur framhaldsskólum. Myndakönnunin var þess eðlis að sjö myndir voru valdar með það fyrir augum að þær væru á einhvern hátt staðalmynd( ir) fyrir tiltekna eiginleika, á borð við kynhneigð, útlit, karlmennsku eða kvenleika. Nemendur áttu að merkja við uppgefin orð sem þeim fannst eiga við um hverja mynd. Marktækur munur var á orðavali nemenda um myndirnar eftir kyni. Ennfremur mátti draga þá ályktun að mörg einkenni gagnkynhneigðarhyggju hafi komið fram í viðhorfum og svörum nemenda. Piltar notuðu neikvæðari orð um sumar myndirnar og virtust þeir frekar en stúlkurnar hafa tileinkað sér ríkjandi orðræðu um kvenleika og karlmennsku. Bæði kynin voru þó undir áhrifum ríkjandi orðræðu um útlit, staðalmyndir og kynhneigð sem bendir til þess að kynjakerfið hafi enn áhrif á menningu framhaldsskólanna og viðhorf nemenda.

Um höfund (biography)

Jón Ingvar Kjaran

Jón Ingvar Kjaran (jik@hi.is) is assistant professor at the University of Iceland,School of Eduation. He holds a PhD degree from the University of Iceland, School ofEducation. His research focus is on gender equality, sexuality, masculinity, socialjustice in education, sociology of education, and inclusion in schools / education.

Niðurhal

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)